Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2006 12:59

Samfylkingarfólk fundaði um öldrunarmál

Fundur Samfylkingarinnar og óháðra á Akranesi um stefnu í málefnum aldraðra, sem haldinn var á föstudag þótti fjörugur og snarpur. Framsögumenn voru þeir Ólafur Ólafsson formaður Landssambands eldri borgara, Reynir Ingibjartsson formaður Aðstandendafélags aldraðra og Einar Árnason hagfræðingur LEB og fluttu þeir allir erindi um aðstæður og kjör eldri borgara á Íslandi í dag. Kom glögglega fram í máli þeirra allra að Íslendingar, sjötta ríkasta þjóð í heimi, hafa síður en svo staðið vaktina við að tryggja kjör þeirra kynslóða sem lögðu grunninn að ríkidæmi þjóðarinnar.

 

Miklar og snarpar umræður spunnust á fundinum og voru fundarmenn síður en svo á einu máli um réttu leiðirnar til að rétta hlut aldraðra, bæði á Akranesi sem á landinu öllu.

Fram kom í máli Önnu Láru Steindal, sem flutti framsögu fyrir hönd framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra, að í vinnu núverandi meirihluta í bæjarstjórn að fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar, hafi frá upphafi sú stefna verið mörkuð að láta fjölskyldustefnuna ná til allra fjölskyldna en einskorða hana ekki við barnafjölskyldur eins og önnur sveitarfélög hafa flest gert. Ástæðan hafi einfaldlega verið sú að þeir sem unnu stefnuna töldu óhæft að undanskilja tiltekna hópa í þessu plaggi. Þegar styrkja á stoðir samfélagsins verður að taka tillit til allra og því hafi verið talið brýnt að auka og bæta þjónustu við aldraða.

 

Vill að sveitarfélagið taki við öldrunarmálunum

 

Sveinn Kristinsson flutti lokaorð á fundinum og lagði þar áherslu á mikilvægasta baráttumál Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra á næsta kjörtímabili; að Akraneskaupstaður taki við málefnum aldraðra frá ríkinu og sjái um alla þjónustu, ráðgjöf og aðstoð við aldraða með öryggi þeirra og velferð að leiðarljósi. Sagði Sveinn að Akraneskaupstaður hefði staðið glæsilega að uppbyggingu annarra málaflokka sem hann hefði fengið frá ríkinu og nú væri kominn tími til að losa öldrunarmálin undan því ábyrgðar- og úrræðaleysi sem einkennir vinnubrögðin hjá ríkisstjórn íhaldsins í þessum málaflokki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is