Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2006 12:18

Bæjarstjórn tekur ákvörðun um endurnýjun Grenigrundar á morgun

Gunnar Sigurðsson fulltrúi minnihlutans í bæjarráði Akraness hefur lagt fram tillögu í ráðinu um að ráðist verði í endurnýjun Grenigrundar strax í sumar og þannig verði komið til móts við kröfur íbúa götunnar. Fulltrúar meirihlutans óska eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram tillögu um niðurskurð framkvæmda á móti. Gunnar segir meirihlutann gera meiri kröfur til annarra en sjálfs sín.

 

Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum við Grenigrund þar sem mótmælt er frestun framkvæmda við endurnýjun götunnar. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns rituðu allir húseigendur við götuna undir listann og var hann afhentur Guðmundi Páli Jónssyni bæjarstjóra á dögunum. Í bæjarráðsfundinum var bókað að framkvæmdum við götuna hefði ekki verið frestað heldur liggi fyrir ákvörðun um framkvæmdir á árinu 2007.

 

Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi minnihlutans lét bóka að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu lagt til á sínum tíma að ráðist yrði í þessar framkvæmdir á árinu 2006 en sú tillaga hefði verið felld. „Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðimanna tökum undir með íbúum Grenigrundar að ekki sé lengur stætt á að fresta endurgerð Grenigrundar enda er um að ræða framkvæmd sem er bæði umhverfisvæn og dregur úr slysahættu.  Fjármögnun verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006.”

 

Í kjölfar þessarar tillögu óskaði meirihluti bæjarráðs eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram tillögu um niðurskurð framkvæmda sem þegar hafa verið ákveðnar á móti þeim 25 milljónum króna sem áætlað er að framkvæmdirnar kosti. Í samtali við Skessuhorn segir Gunnar Sigurðsson að minnihluti bæjarstjórnar muni að sjálfsögðu verða við þessum tilmælum meirihlutans og leggja fram þá tillögu á fundi bæjarstjórnar á morgun. „Meirihluti bæjarstjórnar gerir hins vegar meiri kröfur til annarra en sjálfs sín því fyrir skömmu samþykkti meirihlutinn kaup á húseign fyrir bókasafn fyrir nærri tífalda þá upphæð sem endurgerð Grenigrundar kostar. Engin tillaga kom þá fram hvernig þeim kostnaði yrði mætt“ sagði Gunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is