Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2006 03:29

Sveitamarkaður við Laxá í Leirársveit um helgar í sumar

Sveitamarkaður verður opinn um helgar í sumar í gamla sláturhúsinu við Laxá í Leirársveit. Sem kunnugt er var slíkur markaður haldinn á sama stað einn sunnudag í ágúst í fyrra og tókst hann það vel að nú hefur verið ákveðið að halda starfseminni áfram. Það var Jóhanna Harðardóttir sem átti frumkvæðið að sveitamarkaðnum í fyrra og hún vinnur nú að skipulagningu sumarsins.

 

„Þarna mætti handverksfólk og bændur með framleiðsluvöru sína og seldi vel. Markaðurinn var feikivel sóttur af þeim fjölmörgu sem áttu leið um Vesturlandsveg og menn fóru út klyfjaðir brauðum, sultum, garðplöntum, fiski, skraut- og nytjamunum, fatnaði og grænmeti“ segir Jóhanna í samtali við Skessuhorn.

 

Talið er að um 2.500 manns hafi komið að markaðnum þennan eina dag í fyrra. „Margir höfðu á orði að svona markaður þyrfti að vera staðbundinn og alltaf opinn og margir hafa spurt um markaðinn í vor“ segir Jóhanna og bætir við  að nú hafi verið ákveðið að hafa markaðinn opinn frá klukkan 13-18 alla laugardaga og sunnudaga í júní, júlí og ágúst. „Þessi sumaropnun er tilraun sem mun skera úr um það hvort markaðurinn sé kominn til að vera um ókomna framtíð á þessum stað. Hér er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem eiga framleiðsluvörur að koma þeim á framfæri á hentugan hátt. Eins og nafnið gefur til kynna er markaðurinn hannaður til að vera boðspallur fyrir vörur sem framleiddar eru heima og þar verður aðstaða til að selja bæði hluti og matvæli. Hér er því til dæmis kjörinn vettvangur fyrir hverskyns vörur „beint frá bónda” og hægt er að vera með alla dagana eða hluta þeirra ef vöruframboðið er lítið“ segir Jóhanna.

 

Ekki er að efa að sveitamarkaðnum verður vel tekið af framleiðendum og neytendum og þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eða vantar frekari upplýsingar geta nálgast þær hjá Jóhönnu í Hlésey í síma 566-7326 eða á netfangi johanna@hlesey.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is