Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2006 08:46

Könnun innan SHA á fylgi flokka sýnir miklar breytingar

Miklar breytingar verða í bæjarstjórn Akraness við kosningarnar í vor ef marka má skoðanakönnun sem fram fór á fylgi flokkanna meðal starfsfólks Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi á dögunum. Könnun sem þessi hefur farið fram við fjölmargar undangengnar kosningar, bæði til sveitarstjórnar og Alþingis.

Á heimasíðu stofnunarinnar segir að spakir menn fullyrði að niðurstaða könnunarinnar á SHA fari iðulega nærri niðurstöðu sjálfra kosningannna. Hjá stofnuninni vinna í dag um 240 manns. Sett var upp sérstök kjördeild sem opin var í eina viku og aðeins fengu þeir að taka þátt sem kosningarétt eiga við bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

 

Í könnuninni tóku þátt 134 starfsmenn og varð niðurstaðan eftirfarandi:

 

B-listi Framsóknarflokks fékk 14,9% og einn mann kjörinn. Tapar því einum.

 

D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 36,6% og fjóra menn kjörna eins og hann hefur nú.

 

F-listi Frjálslynda flokksins fékk 8,2% og einn mann kjörinn. Hefur engan nú.

 

S-listi Samfylkingar fékk 14,1% og einn mann kjörinn. Tapar tveimur.

 

V-listi Vinstri hreyfingar fékk 20,9% og tvo menn kjörna. Hefur engan nú.

 

Auðir seðlar og ógildir voru 5,2%.

 

Samkvæmt þessari könnun er núverandi meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar kolfallinn, fengi aðeins 2 fulltrúa en hefur 5 í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is