Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2006 10:22

Foreldrafélag Brekkubæjarskóla sendir framboðum áskorun

Foreldraráð og Foreldrafélag Brekkubæjarskóla á Akranesi hefur sent framboðum við bæjarstjórnarkosningarnar í vor áskorun vegna ástands lóðar skólans og gangbrauta við skólann. Í áskoruninni segir að verulega viðbótarfjárveitingu þurfi í ár vegna framkvæmda við lóð skólans og 15 milljóna króna fjárveiting sem bæjarstjórn hefur ákveðið til framkvæmda sé alltof lág. „Þeir sem vinna að skipulagningu lóðarinnar lýsa henni sem illa hirtri iðnaðarlóð“ segir orðrétt í áskoruninni.

 

Foreldrarnir telja mikið misræmi í fjárveitingum á milli grunnskóla sveitarfélagsins og segja að 50 milljónir króna séu ætlaðar framkvæmdir við lóð Grundaskóla næstu þrjú árin „sem teljast verður fullkláruð lóð miðað við lóð Brekkubæjarskóla“ segir í áskoruninni. Þá segir að jöfnuður sé nauðsynlegur milli skólanna og framkvæmdir við Brekkubæjarskóla hafi dregist alltof lengi. „Þar að auki er viðhaldi skólahúsnæðisins ábótavant, þannig að það liggur undir skemmdum, einkum að utan“.

 

Þá er einnig vakin athygli á því að gangbrautarljós og merkingar gangbrauta vanti við Merkigerði og víðar og er í því sambandi vísað í skýrslu Landsbjargar, sem gerði úttekt á þeim málum á sínum tíma. Einnig vilja foreldrarnir lækka hámarkshraða á götum við skólann í 30 km/klst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is