Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2006 12:03

Búsetusjóður Skilmannahrepps veitir ríflega styrki

Stjórn Búsetusjóðs Skilmannahrepps hefur með samþykki hreppsnefndar ákveðið að veita fasteignaeigendum í hreppnum 600 þúsund króna styrk til umhverfisátaks. Aðeins er veittur styrkur til þeirra sem lögheimili eiga í húsum sínum. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur sjóðurinn áður veitt styrki af ýmsu tagi sem ætlað er að styrkja búsetu í hreppnum. Má þar nefna fríar internettengingar, ókeypis leikskólagjöld og niðurgreiðslur á veggjöldum í Hvalfjarðargöng.

Sjóðurinn var settur á fót á sínum tíma eftir að Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga tók til starfa. Stofnun þeirrar verksmiðju jók mjög fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins.

 

Styrkurinn nú er einnig háður því að styrkþegar taki andvirði hans út í vörum hjá verslunum BYKO eða Húsasmiðjunnar að sögn Sigurðar Sverris Jónssonar oddvita. Sem kunnugt er mun Skilmannahreppur sameinast í vor þremur öðrum sveitarfélögum sunnan Skarðsheiðar og hefur því styrkveitingin nú valdið nokkrum titringi, bæði í Skilmannahreppi og einnig í hinum sveitarfélögunum þremur. Sigurður Sverrir segir það hafa komið skýrt fram á sínum tíma í aðdraganda sameiningar að eftirstöðvar Búsetusjóðsins myndu renna til hins nýja sveitarfélags. Skilmenningar hefðu einnig gefið skýrt til kynna að fram að sameiningu yrði hann notaður til þess að styrkja búsetu. Því þurfi styrkveitingin nú ekki að koma á óvart.

 

Þrjú framboð komu fram í hinu nýja sveitarfélagi og leiðir Sigurður Sverrir eitt þeirra. Þær raddir hafa heyrst að með styrkveitingunni nú sé hann að kaupa sér fylgi Skilmenninga. Sigurður Sverrir segist hafa heyrt þessar kenningar en vísar öllu slíku á bug. „Styrkveiting þessi er löngu ákveðin og ekki voru athugasemdir gerðar við hana á þeim tíma. Fyrir nokkrum dögum ákvað ég hins vegar að taka sæti á Hvalfjarðarlistanum. Eftir það hefur verið reynt að gera þessa styrkveitingu tortryggilega. Sjóðsstjórnin er einungis að gera það sem af henni var ætlast í upphafi nefnilega að styrkja byggð í Skilmannahreppi“ segir Sigurður Sverrir.

 

Þess má geta að samkvæmt áliti lögfróðra manna  er styrkveiting þessi tekjuskattsskyld og er staðgreiðsla gjalda dregin af styrkupphæðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is