Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2006 10:47

Hestvagnar komnir í Stykkishólm

Undanfarin ár hefur atvinnulíf í Stykkishólmi byggst æ meira á túrisma og er hverskyns ferðaþjónusta orðinn snar þáttur í bæjarlífinu. Nýjasta skrautfjöðurin í hatt bæjarbúa er framtak þeirra hjóna Sæþórs Þorbergssonar og Steinunnar Helgadóttur sem reka veitingahúsið Narfeyrarstofu því nú á dögunum festu þau kaup á tveimur hestvögnum með öllum tilheyrandi búnaði.

Fréttaritari Skessuhorns hitti Sæþór að máli og spurði hann hver aðdragandinn að þessari viðskiptahugmynd hafi verið? “Ég sá þetta auglýst um daginn og þetta small einhvernveginn í hausinn á mér. Ég er aldrei lengi að hugsa svo ég skellti mér bara á þetta.”

 

Vagnhjólin snúast hratt í Hólminum og Sæþór var ekkert að tvínóna við þetta heldur keypti hestvagn um leið. Ekki einn heldur tvo. “Fyrri eigandi átti þrjá vagna,” sagði Sæþór og bætti við að einn vagnanna mundi þjóna borgarbúum á Árbæjarsafninu, hinir tveir kæmu í Hólminn.

 

Ekki þarf að hafa áhyggjur af því hver á að draga vagninn því með í kaupunum fylgir þrautreyndur dráttarklár á 16. vetri auk þess sem Sæþór mun leita á náðir gamallar rauðskjóttrar hryssu, í eigu fjölskyldunnar, sem væntanlega mun ganga í endurnýjun lífdaga sem þarfasti þjónninn.

 

Tveir hestar verða spenntir fyrir annan vagninn sem tekur 10 farþega. Hinn vagninn er dreginn af einum hesti og hefur m.a. verið mikið notaður af brúðhjónum. Hann er allur minni og fínlegri í sniðum með rauðbólstruðum sætum og tekur 4 farþega.

 

Aðspurður um hvort hann hefði ekki leitað eftir samstarfi við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, svaraði Sæþór: “Ég kynnti þessa hugmynd fyrir tveimur aðilum en það gekk ekki upp enda þarf maður að vera hæfilega geggjaður til að fara út í svona.” En eitthvað hlýtur þetta nú að kosta? “Já það er nú mínusinn í þessu því kostnaðurinn hleypur á milljónum.”

 

Í vagni frá vöggu til grafar

Sæþór vert á Narfeyrarstofu er hvergi banginn og kvíðir ekki verkefnaskorti, sumarið fari vel af stað og ferðamannatíminn sé stöðugt að lengjast. Hann segir fjölmarga möguleika í rekstri vagnanna og sér fyrir sér að báðir vagnarnir verði brúkaðir innanbæjar til styttri ferða, fargjaldi verði styllt í hóf og ferðirnar sniðnar að óskum farþeganna. Einhverjar ferðir verði líka farnar með leiðsögn.

 

Sæþór bendir á að um árabil ekki verið til líkbíll í Hólminum og sér hann fyrir sér að stærri vagninn geti sinnt því hlutverki sómasamlega ef svo ber undir. Minni vagninn verði áfram leigður út til brúðhjóna sem vonandi sækist eftir því í auknum mæli að staðfesta samvist sína í Stykkishólmi.

 

Stærri hestvagninn renndi í hlað síðastliðið mánudagskvöld og þess er því skammt að bíða að hestvagnar hjónanna á Narfeyrarstofu verði teknir í gagnið. Stefnt er að því að stóri vagninn geti ekið nýrri bæjarstjórn í Ráðhúsið eftir kosningarnar 27. maí. Í öllu falli verða vagnarnir tilbúinir til notkunar fyrir sjómannadaginn 10. júní.

 

 

Mynd:  Sæþór og Steinunn nýbúin að fá stærri vagninn heim á hlað sl. mánudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is