Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2006 11:52

Fimm ernir á flugi yfir Reykhólum

Fimm ernir sáust á dögunum á flugi yfir Reykhólum.  Þetta þættu nú sennilega nokkur tíðindi annars staðar á landinu, en ekki svo mjög á Reykhólum og í Reykhólahreppi.  Nokkuð algengt er að sjá tvo, þrjá og fjóra erni svífandi yfir byggðinni, en fimm ernir í einu er nú ef til vill öllu sjaldgæfari sjón. Þetta kemur fram á vef Reykhólahrepps.

 

 

Samkvæmt upplýsingum frá fuglafræðingum eru Reykhólar sá þéttbýlisstaður á Íslandi þar sem mestar líkur eru á að sjá örn á flugi.

 

Þess má geta að undanfarin tvö sumur hefur uppstoppaður örn verið til sýnis á hlunnindasýningunni á Reykhólum.  Sumarið 2004 fékkst lánaður örn frá Náttúrufræðistofnun Íslands, en það var einungis tímabundið lán og þurfti að skila fuglinum um haustið.  Sumarið 2005 hljóp KB-banki undir bagga og lánaði Reykhólahreppi örn á sýninguna, en þeim erni varð sömuleiðis að skila um haustið. 

 

En nú hefur það gerst að Náttúrufræðistofnun Íslands er búin að láta stoppa upp örn og lána Reykhólahreppi ótímabundið.  Þessi örn fannst dauður skammt frá Reykhólum fyrir tveimur árum og hefur verið í geymslu hjá Náttúrufræðistofnun síðan. 

 

Gestir hlunnindasýningar munu því í framtíðinni geta treyst því að sjá uppstoppaðan örn á hlunnindasýningunni, ef svo ólíklega vildi til að örn væri ekki á sveimi yfir Reykhólum þá stundina að því er fram kemur á vef hreppsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is