Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2006 12:26

Dýrafóður og fleira úr frárennsli sjávarútvegsfyrirtækja

Í aprílmánuði dvöldu í Grundarfirði fjórir meistaranemendur frá Alþjóðlegu umhverfisstofnuninni við Lundarháskóla í Svíþjóð ásamt kennara sínum. Ráðgjafarfyrirtækið Alta sem rekur útibú í Grundarfirði átti frumkvæðið að því að koma á samvinnu sjávarútvegsfyrirtækja og sveitarfélags um skoðun meistaranemanna á frárennslismálum í Grundarfirði. Nemarnir skiluðu síðan skýrslu í Sögumiðstöðunni fyrir skömmu og settu þar fram ýmsar hugmyndir um lausn fráveitumála. Meðal helstu niðurstaðna nemanna má nefna að æskilegast væri að aðskilja fráveitu frá fiskvinnslu frá veitu sveitarfélagsins til að draga úr umfangi skólphreinsistöðvar.

Magn skólps frá fiskvinnslu er gróflega áætlað a.m.k. fjórfalt magn húsaskólps. Þá fjölluðu nemarnir um möguleika á nýtingu lífræns úrgangs til framleiðslu ýmissa aukaafurða, svo sem dýrafóðurs, einnig var mælt með því að skoða nánar möguleikann á nýtingu slíks úrgangs td. í jarðgerð og eða gerjun til framleiðslu á metangasi. Hugmyndum háskólanemanna var vel tekið af samstarfsfyrirtækjunum í Grundarfirði en þau voru auk Grundarfjarðarbæjar, Djúpiklettur ehf., Fisk – Seafood hf., Guðmundur Runólfsson hf., Soffanías Cecilsson hf. og Sægarpur ehf. en SSV þróun og ráðgjöf lögðu til aðstoð starfsmanns við verkefnið. 

 

Samstarf mikilvægt

Að sögn Stefáns Freys Einarssonar ráðgjafa hjá  Alta er æskilegt að skoða sérstaklega hvort og hvernig hægt sé að beita fyrirbyggjandi aðgerðum í matvælaiðnaði, til að draga úr umfangi sameiginlegrar skólphreinsunar og þar með kostnaði sveitarfélaganna við að uppfylla opinberar kröfur. Að hans mati er mikilvægt að samstarf sé milli sveitarfélaga og iðnaðar við mótun lausna í fráveitumálum og væri ánægjulegt hve samstarfið hefði gengið vel í þessu verkefni. Þá gæti verið hagkvæmti með tilliti til núverandi samstarf sveitarfélaga á Snæfellsnesi með Green Globe verkefnið, að skoða sameiginlegar lausnir varðandi fráveitu og meðhöndlun lífræns úrgangs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is