Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2006 04:50

Verðlaunaljóðin Pabbi og Unglingur

Í fimmta sinn hefur ljóðasamkeppnin, Ljóð unga fólksins, verið haldin í  almenningsbókasöfnum landsins. Að þessu sinni voru það fimm almenningsbókasöfn á Vesturlandi sem sáu um keppnina. Tuttugu og eitt bókasafn tóku þátt og bárust 743 ljóð frá 550 skáldum til keppninnar.  

 

Dómnefnd tók við 450 ljóðum eftir að grisjun hafði farið fram en í henni sátu Iðunn Steinsdóttir rithöfundur, Stefán Máni rithöfundur og Kristján Krisjánsson rithöfundur og bókaútgefandi. Tvær stúlkur af Akranesi lentu í verðlaunasætum. Ína Sigrún Rúnarsdóttir, 12 ára, lenti í fyrsta sæti fyrir ljóðið „Pabbi“ í flokki 9-12 ára og Bylgja Ösp Pedersen, 13ára, lenti í þriðja sæti fyrir ljóðið „Unglingur“. Ína Sigrún er nemandi í Grundaskóla  og Bylgja Ösp er nemandi í Brekkubæjarskóla.

 

 

Verðlaunahafar:

 

Í flokki 9-12 ára:

1. sæti: Ína Sigrún Rúnarsdóttir, 12 ára, Akranesi, fyrir ljóðið Pabbi
2. sæti: Solveig Óskarsdóttir, 12 ára, Kópavogi, fyrir ljóðið Vorkoma
3. sæti: Skúli Geir Ólafsson, 11 ára, Selfossi, fyrir ljóðið Lestur

Í flokki 13-16 ára:
1. sæti: Snærós Sindradóttir, 14 ára, Reykjavík, fyrir ljóðið Blekking
2. sæti: Aldís Buzgó, 14 ára, Mosfellsbæ, fyrir ljóðið Ævintýri
3. sæti: Bylgja Ösp Pedersen, 13 ára, Akranesi, fyrir ljóðið Unglingur 

 

Hér að neðan eru ljóð Ínu og Bylgju:

 

Pabbi

 

Þú varst alltaf til staðar.

En svo fórstu.

Þú varst lengi, lengi í burtu.

 

Ég bað alltaf fyrir

þér að hætta þessu rugli sem þú komst þér í.

Ég grét mig í svefn,

alla daga.

 

En svo þegar þú komst

varstu illa farinn.

Ég man ég grét mikið.

En ég man samt alltaf glöðu

tilfinninguna inn í mér.

 

Þú komst, þú komst

eftir langa bið.

 

Ína Sigrún Rúnarsdóttir

7.GB,Grundaskóla Akranesi

 

 

Unglingur

 

Ég er frek,

ég er stífmáluð á hverjum degi,

ég er freknufés,

ég er með bólur,

ég á vini, ég er leiðinleg við foreldra mína.

Ég er bara svona.

Ég er unglingur.

 

Bylgja Ösp Pedersen

8.SS, Brekkubæjarskóla Akranesi

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is