Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2006 03:22

Tillaga um endurnýjun Grenigrundar og húsnæði fyrir Tónlistarskóla felld

Bæjarstjórn Akraness felldi í fyrradag tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að ráðist yrði í endurbætur á Grenigrund á þessu ári. Einnig felldi bæjarstjórnin tillögu um að Tónlistarskólinn fengi afnot af hluta þess húsnæðis sem bærinn keypti á dögunum undir bókasafn.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að ráðist yrði í endurgerð Grenigrundar á þessu ári líkt og íbúar við götuna óskuðu eftir með undirskriftarlista á dögunum en ekki á næsta ári eins og fyrirhugað er. Talið er að endurbæturnar kosti um 25 milljónir króna. Meirihluti bæjarráðs óskaði eftir því að minnihlutinn legði fram tillögu um hvernig fjármagna ætti framkvæmdirnar.

 

Málið kom til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Þá lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að Tónlistarskóli Akraness fengi til notkunar 750 fermetra af því húsnæði sem bærinn keypti nýverið og ætlaði undir Bókasafn Akraness. Hinn hluti húsnæðisins, um 550 fermetrar yrðu seldir á frjálsum markaði fyrir rúmar 100 milljónir króna. Þeim fjármunum yrði ráðstafað þannig að 25 milljónir færu til endurbóta á Grenigrund, til malbikunar vegar að Byggðasafni færu um 4 milljónir króna og til endurbóta á núverandi húsnæði bókasafnsins færu tæpar 53 milljónir króna.

 

Gunnar Sigurðsson segist hafa kynnt þessar hugmyndir fyrir stjórnendum Bókasafnsins og Tónlistarskólans áður en tillagan var flutt í bæjarstjórn. Hann segir að með tillögunni hafi minnihlutinn í raun verið að hafna stefnu núverandi meirihluta bæjarstjórnar í fjórum málum. Í fyrsta lagi felli minnihlutinn sig ekki við þær hugmyndir sem uppi hafa verið um breytingu á bókasafnsreitnum. Sem kunnugt er hafa verið kynntar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða á reitnum. Gunnar segir að slík uppbygging eigi að fara fram við Dvalarheimilið Höfða eins og meðal annars félag eldri borgara hafi óskað eftir. „Við munum á næstu dögum kynna hugmyndir okkar um uppbyggingu á því svæði. Í öðru lagi viljum við standa við þau fyrirheit sem búið var að gefa íbúum við Grenigrund um endurbætur á götunni. Í þriðja lagi viljum við leysa strax húsnæðismál Tónlistarskólans og í fjórða lagi teljum við eðlilegt að endurbæta núverandi húsnæði bókasafnsins þannig að það geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki. Með tillöguflutningi okkar að undanförnu höfum við reynt að stuðla að því að biðlistum í bæjarfélaginu verði eytt það er biðlistum á leikskólum, biðlista í Tónlistarskólanum og biðlistum eftir öldrunarþjónustu.  Við höfum gagnrýnt harðlega þau vinnubrögð sem meirihlutinn hefur beitt við kaup á húsnæðinu á Skagavertúninu og teljum að þar hafi ekki allt verið með felldu. Sá grunur okkar staðfestist með orðum Sveins Kristinssonar formanns bæjarráðs á fundinum þegar hann sagði að það hefði verið ákveðið fyrir löngu að flytja bókasafnið á Skagaverstúnið.“

 

Tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru felldar með fimm atkvæðum gegn fjórum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is