Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2006 08:05

Um 500 fermetrum óráðstafað á Skagaverstúni

Í nýja verslunarhúsinu sem nú rís á Skagaverstúninu á Akranesi verða fimm til tíu mismunandi verslanir en ennþá á eftir að ráðstafa um 500 fermetrum af þessu 5.100 fermetra húsnæði. Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smáragarðs, vildi ekki tjá sig um hvaða verslanir myndi opna í húsinu, en staðfesti þó að þar muni opna verslanir sem ekki hafa verið til staðar á Akranesi áður.

Að sögn Guðmundar verður það tilkynnt snemma í haust hvaða aðilar þetta eru. „Við höfum einnig fengið fyrirspurnir frá fyrirtækjum á Akranesi sem óskað hafa eftir plássi en þær fyrirspurnir hafa verið færri heldur en búist var við. Ég geri samt ráð fyrir að þarna verði einhver fyrirtæki sem stundað hafa rekstur á Akranesi,” segir hann. Þá er ljóst að í húsnæðinu verður að finna eina stærstu matvöruverslun á landinu því Kaupás hefur fengið um 1.700 fermetra til þeirra nota. Nokkrar kenningar hafa verið uppi meðal Skagamanna um hvaða matvöruverslun hér sé að ræða en nú er bara að bíða og sjá hvort einhver þeirra standist.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is