Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2006 09:25

Reiðhöll rís í Borgarnesi

Í janúar á þessu ári undirrituðu fulltrúar Borgarbyggðar, Hestsmannafélagsins Skugga, Hestamannafélagsins Faxa og Hrossaræktunarsambands Vesturlands viljayfirlýsingu um að standa að uppbyggingu reiðhallar. Undirritunin kom í kjölfar samþykktar ríkisstjórnarinnar um að verja 270 milljónum króna til uppbyggingar reiðhúsa á landsbyggðinni og var sótt um styrk í þann sjóð.  

Nú er svo komið að stofnun hlutafélags um byggingu og rekstur reiðhallarinnar er á lokastigi. Í beinu framhaldi af því verður ráðinn hönnuður að húsinu, en einungis er til frumhönnunartillaga að því sem fylgdi umsókninni til ráðuneytisins.

 

Ef allt gengur eins og best verður á kosið gæti farið svo að síðar í þessum mánuði verði tekin fyrsta skóflustunga að húsinu. Þá er hægt að ráða verktaka til starfans og það verður því í raun atvinnuástandið, hve margir verktakar liggja á lausu, sem ræður því hve hratt er hægt að ganga til verks. Ef það gengur vel taka framkvæmdirnar sjálfar ekki langan tíma og hægt verður að taka húsið í notkun um eða eftir næstu áramót. Það er að minnsta kosti draumur borgfiskra hestamanna.

 

Auk væntanlegrar reiðhallar í Borgarnesi eru á nokkrum stöðum að rísa og í undirbúningi bygging reiðskemma og reiðhalla í héraðinu, en nafngiftin ræðst nokkuð af stærð þessara húsa. Í byggingu er t.d. stór reiðhöll á Miðfossum í Andakíl, en þar er nú risin myndarleg hestamiðstöð í einkaeign þar sem m.a. hestamannafélagið Faxi nýtir mannvirki til mótahalds. Ekki síður má nefna að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur gert samning um nýtingu mannvirkja á Miðfossum til kennslu í reiðmennsku og hrossarækt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is