Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2006 10:15

Opnuðu alþjóðlega ráðgjafaskrifstofu í Borgarnesi

Þeir Jón Vigfús Bjarnason, nemi í lögfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst og Davíð Klemenzson, nemi í viðskiptadeild skólans opnuðu á dögunum alþjóðlega ráðgjafaskrifstofu undir nafninu WSI netlausnir. Þeir tóku þá ákvörðun að hafa starfsstöðvar fyrirtækisins bæði í Reykjavík og í Borgarnesi en aðalstöðvar WSI eru í Kanada.

 

 

Jón Vigfús segir það hafa verið einfalda ákvörðun að staðsetja fyrirtækið m.a. í Borgarnesi. „Vesturlandið hefur verið að vaxa hratt, sérstaklega eftir að göngin komu.  Hluti eigenda fyrirtækisins hefur verið við nám á Bifröst og búa í Borgarnesi. Ákvörðunin var einföld; Borgarnes er miðsvæðis, þaðan er stutt að fara um allt Vesturlandið og bærinn er nálægt höfuðborgarsvæðinu. Borgarnes er því kjörinn vettvangur þar sem okkar þjónusta auðveldar fyrirtækjum á Vesturlandi að kynna sínar vörur og þjónustu fyrir umheiminum. Landamæri og hvar fyrirtæki eru staðsett er ekki lengur sá þröskuldur sem hann var fyrir tíma Internetsins,” segir Jón Vigfús og bætir því við að þeir hafi hug á því að setja upp starfsstöðvar enn víðar hér á landi.

 

Markmið Internetráðgjafar WSI Netlausna er að bjóða persónulega þjónustu. „Við viljum vinna mjög náið með viðskiptavinum okkar og því er mikilvægt að vera í nálægð við fyrirtækin hér á Vesturlandi,” segir Jón Vigfús. „Það er jafnframt mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar að hafa aðgang að faglegri ráðgjöf þegar þeim hentar, til að þeir séu að ná árangri á netinu og í sínu markaðs- og kynningarstarfi.  Það að við þekkjum vel rekstur viðskiptavina okkar, kunnum skil á sérstöðu þeirra og styrkleikum, margfaldar árangur af starfi okkar. Þannig eru þeir að ná til stærri markaðshóps og auka þjónustu sína um leið og þeir auka tekjur og lækka kostnað. Nálægðin við fyrirtækin á Vesturlandi hjálpar okkur að þekkja þau enn frekar til að við séum að ná sameiginlegu takmarki okkar, að fyrirtækin nái auknum árangri með markvissari internetráðgjöf.”

 

Allar nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.wsinetlausnir.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is