Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2006 09:18

Segir oddvita Sjálfstæðismanna fara með rangt mál

Sveinn Kristinsson formaður bæjarráðs Akraness segir Gunnar Sigurðsson oddvita Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál í frétt Skessuhorns í gær. Í frétt af afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á Grenigrund og færslu Tónlistarskólans í nýtt húsnæði  Skagaverstúni sagði Gunnar að Sveinn hefði lýst því yfir að ákveðið hefði verið fyrir löngu að flytja bókasafnið í nýtt hús á Skagaverstúni. Taldi Gunnar þessi ummæli sönnun þess að ekki hefði allt verið með felldu með ákvörðun um kaup á húsnæðinu.

 

 

 

„Vegna þessara orða Gunnars hef ég hlustað á upptöku af fundinum. Þessi ummæli koma hvergi fram enda lét ég þessi orð ekki falla. Ég sagði hins vegar að hönnunarvinna vegna flutnings bókasafnsins í húsnæðið væri hafin. Því vísa ég þessum ummælum Gunnars á bug og mér þykir leitt ef umræðan um húsnæðismál þessarar menningarstofnunar skuli þurfa að fara fram á þessum nótum“ segir Sveinn í samtali við Skessuhorn.

 

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í gær var tillaga um flutning Tónlistarskólans í áðurnefnt húsnæði í stað bókasafnsins felld. Sveinn segir tillögu Sjálfstæðisflokksins með ólíkindum. „Það er afar leitt þegar hlaupið er til í hita kosningabaráttu og stofnunum eins og Tónlistarskólanum kastað til og frá. Það er nauðsynlegt að Tónlistarskólinn fái húsnæði sem honum er samboðið. Slíkt gerist ekki fyrr en eftir vandlega skoðun fagaðila of starfsfólks stofnanna eins og gert var í undirbúningi kaupa á húsnæði fyrir bókasafnið. Því var ekki hægt annað en að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins“ segir Sveinn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is