Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2006 03:40

Starfsmannafélag Akraness hafnaði sameiningu við Verkalýðsfélag Akraness

Starfsmannafélag Akraness (StAk) hafnaði hugmyndum Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) um sameiningu félaganna í vetur þar sem þá voru komnar upp hugmyndir að sameiningu við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Formaður VLFA segist fullviss að hagsmunum starfsmanna Akraneskaupstaðar hefði verið vel borgið í sameinuðu félagi.

 

 

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur StAk óskað eftir sameiningu félagsins við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Með því telur stjórn félagsins að kjör félagsmanna batni þar sem Reykjavíkurborg greiði hærri laun en önnur sveitarfélög.

 

Þann 22. mars samþykkti stjórn VLFA að kanna hvort vilji væri fyrir því hjá stjórn StAk að hefja viðræður um sameiningu eða samstarf þessara tveggja stéttarfélaga og þann 24. mars var stjórn StAk sent bréf þessa efnis.

 

Í bréfi stjórnar VLFA er minnt á að við síðustu kjarasamningsgerð hafi launakjör milli StAk og VLFA verið jöfnuð og því skipti ekki máli kjaralega séð í hvoru félaginu starfsmenn sveitarfélagsins eru.

 

Þá segir stjórn VLFA að félagið hafi margt að bjóða félagsmönnum StAk ef til sameiningar eða samstarfs kæmi. Þá segir orðrétt í bréfinu: „Það er mat stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að ef þessi tvö félög myndu bera gæfu til þess að sameinast þá væri hægt að auka þjónustustigið við félagsmenn enn frekar, og það er það sem hinn almenni félagsmaður horfir á fyrst og fremst.“

 

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA segir að stjórn StAk hafi á sínum tíma hafnað þessum óskum með óformlegum hætti. „Okkur var sagt að fyrir dyrum stæði sameining við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og því gæti ekki orðið af viðræðum. Ég neita því ekki að mér hefði þótt eðlilegra að menn stæðu saman í héraði en því miður var ekki áhugi fyrir því.

 

Eins og áður hefur komið fram var talið að með sameiningu StAk og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar myndu laun þeirra sem lægst hafa launin hækka. Vilhjálmur segist þessa dagana vera að skoða hvort þetta sé raunin. „Ég er þessa dagana að fara yfir þessi mál og hef ekki komið auga á dæmi því til staðfestingar. Því hafi í raun engin ástæða verið fyrir félagsmenn í StAk að sameinast Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hafi ætlunin með sameiningunni verið sú að hækka lægstu launin“ segir Vilhjálmur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is