Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2006 07:10

Fyrsta úthlutun Menningarsjóðs Vesturlands

Menningarsjóður Vesturlands úthlutaði rúmlega 18 milljónum króna til 53 verkefna á laugardaginn var en athöfnin fór fram í nýopnuðu Landnámssetri í Borgarnesi. Það voru menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og samgöngumálaráðherra, Sturla Böðvarsson sem afhentu styrkina en samningur milli sveitarfélaga á Vesturlandi, menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis var undirritaðir haustið 2005 og tryggði framlag ríkisins og sveitarfélaga á Vesturlandi tilurð sjóðsins sem stýrt er af Menningarráði.  

 

Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hefur Menningarráð Vesturlands ráðið starfsmann og mun Elísabet Haraldsdóttir á Hvanneyri taka við framkvæmdastjórn í sumar.

Hæsta stykinn í þessari fyrstu úthlutun sjóðsins hlaut Landnámsetur Íslands eða um 1,2 milljónir kr. vegna leiksýningarinnar Mr. Skallagrímsson og sagnamanna á sögulofti. Aðrir hæstu styrkir runnu til Byggðasafns Akraness og nærsveita sem hlaut rúma milljón vegna níu sjálfstæðra verkefna sem tengjast Safnasvæðinu á Akranesi og ýmsum viðburðum í bæjarlífinu. Grundaskóli á Akranesi fékk eina milljón vegna verkefnisins Ungir og gamlir – tónlistardagskrá. Þá fékk All Senses Group 900 þúsund krónur vegna samstarfs 17 ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi og Snorrastofa í Reykholti hlaut 850.000 kr. til útgáfu þriggja bóka um sögu og menningu Borgarfjarðar.

 

Í ávarpi Helgu Halldórsdóttur, formanns Menningarráðs kom fram að 78 verkefni sóttu um styrki úr sjóðnum fyrir alls um 92 milljónir króna sýnir það vel að sögn Helgu hvílík gróska er í menningarlífi á Vesturlandi og verkefnin mörg metnaðarfull og skemmtileg. Ekki var þó unnt að úthluta til allra verkefna að þessu sinni eins og gefur að skilja, enda námu styrkirnir samtals um 18 milljónum króna eins og áður segir.

KÓÓ

 

Umsækjandi

Verkefni

Upphæð

Landnámssetur Íslands í Borgarnes

Leiksýning Mr. Skallagrímsson og sagnamenn á sögulofti

1.200.000

Grundaskóli á Akranesi

Ungir og gamlir - tónlistardagskrá í Grundaskóla

1.000.000

All Senses ferðaþjónustuaðilar

Samstarf 17 ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi

900.000

Snorrastofa Reykholti

Útgáfa fjögurra bóka um sögu og menningu Borgarfjarðar

850.000

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Listahátíð ungs fólks, listasmiðjur í Fjölbrautarskóla Snæfellinga

750.000

Listasetrið Kirkjuhvoll, Akranesi

Myndlistarsýningar í Listasetrinu

650.000

IsNord tónlistarhátíð

Tónlistarhátíð í Borgarfirði í tengslum við Egilssögu.

600.000

Dögg Mósesdóttir, Grundarfirði

Kvikmynd um sjóslys við Grundarfjörð

600.000

Kór Stykkishólmskirkju

Sumartónleikaröð

550.000

Samhljómur

Reykholtshátíð 2006

500.000

Penna Sf

Listasmiðja fyrir börn í Tjarnarlundi, smiðja á Nýp á Skarðsströnd

500.000

Matarkistan á Erpsstöðum

Fullvinsla afurða á búi og menningartengd ferðaþjónusta

500.000

Markaðsskrifstofa Akraness

Leiðsögn um gamla bæinn og ströndina, bekkir sem tala.

500.000

Hringhorni

Kynna og sýna lífshætti Íslendinga á Víkingaöld

500.000

Héraðsnefnd Snæfellinga

Jules verne hátíð -norðurslóðaverkefni

500.000

Eyrbyggja sjálfseignastofnun, Grundarfirði

Rafrænt sýningarhald í sögumiðstöðinni

500.000

Leifshátíð á Eiríksstöðum

Þátttaka ungs fólks í Leifshátíð.  Leiksýning ofl.

500.000

Kammerkór Vesturlands

Tónleikar, Bach í Borgarfirði

400.000

Byggðasafn Snæfellinga

Norska húsið norðurslóðaáætlun, verslunarsaga við Breiðarfjörð

400.000

Askur og Embla, Borgarfirði

Heimildarmynd um vesturfara úr Borgarfirði

400.000

Steinsnar, Steinar Berg

Tónleikar um Jónsmessuna í Fossatúni í Borgarfirði

375.000

Skagaleikflokkurinn

Uppsetning leikritsins Hlutskipti eftir Kristján Kristjánsson

350.000

Leikfélagið Grímnir, Stykkishólmi

Uppsetning leikritsins Brúðkaup Tony og Tinu eftir Nancy Cassaro.

350.000

Tónlistarfélag Borgarfjarðar

Tónleikaröð

300.000

Safna og menningarmálanefnd Stykkishólms

Systurnar í Hólminum.  Sýning á munum og minjum St. Franciskusystra

300.000

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Frásagnir aldraðra Snæfellinga unnið með Fjölbrautask. Snæfellinga

250.000

Uppheimar ehf, Akranesi

Rit um örnefni á Akranesi og Akrafjalli

250.000

Sigurborg Leifsdóttir, Stykkishólmi

Minningartónleikar um Sigrúnu Jónsdóttur

250.000

Íþróttabandalag Akraness

Ljósmyndasýning vegna 60 ára afmæli ÍA

250.000

Guðbjörg Björnsdóttir, Sælingsdalstungu

Stofnun leirverkstæðis þar sem unnið er með Búðardalsleir

250.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Sjávardagar á safnasvæðinu á Görðum

250.000

Skátafélag Akraness

Rit um 80 ára sögu félagsinsa

200.000

Páll Guðmundsson, Húsafelli

Höggmyndagarður Páls - til áframhaldandi þróunar

200.000

Markaðsskrifstofa Akraness

Tónleikar með írskri þjóðlagatónlist

200.000

Landbúnaðarsafn Íslands, Hvanneyri

Safn um landbúnaðarsögu Íslands - til áframhaldandi þróunar

200.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Sveitarómantík á safnasvæðinu Görðum

200.000

Sjómanndagsblað Snæfellsbæjar

Söfnun heimilda um sjómennsku og fiskvinnslu

150.000

Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar

Listasýning vegna sjómannadagsins samstarfsverkefni

150.000

Leo Jóhannessson, Akranesi

Útgáfa á Harðar sögu

150.000

Jóhanna G Harðardóttir, Hlésey

Heiðið hof á Hlésey

150.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Jóladagskrá á Safnasvæðinu

150.000

Guðmundur Sigurðsson, Akranesi

Smiðja í járnsmíði, námskeið og sýningar

140.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Hagyrðingakvöld

120.000

Reynir Ingibjartsson / Fíflbrekka ehf

Útgáfa korta yfir Dalina

100.000

Ragnheiður Valdimarsdóttir

Hjaltested tónleikar í Stykkishólmi og víðar.

100.000

Jóhanna G Harðardóttir/Jónína K Berg

Gerð skemmtiefnis um landnámsmenn

100.000

Eyrbyggjar,hollvinasamtök Grundafjarðar

Ritröðin safn til sögu Eyrarsveitar

100.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Skáldakynning á Vökudögum

100.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Ljóða og smásagnasamkeppni unga fólksins

70.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Spjaldvefnarður, námskeið

50.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Íslandsmeistaramóti í kleinubakstri

50.000

Byggðasafn Akraness og nærsveita

Kennsla í vattarsaumi

50.000

Bjartmar Hannesson, Norður Reykjum

Útgáfa geisladisks með textum um Borgfirðinga

50.000

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is