Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2006 08:09

Framsókn tapar miklu fylgi og meirihlutinn fellur á Akranesi

Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi og Vinstri grænir koma að manni í bæjarstjórn Akraness ef marka má skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í morgun. Tilnefning Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjóraefni virðist ekki hafa aukið fylgi flokksins ef tekið er mið af skoðanakönnun sem gerð var fyrir þann tíma. Flokkurinn bætir þó við sig miklu fylgi frá síðustu kosningum.

 

 

 

Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 12,7% greiddra atkvæða og einn mann kjörinn. Frá síðustu kosningum hefur flokkurinn því tapað ríflega helmingi síns fylgis og einum manni.

 

Listi Sjálfstæðisflokksins fengi 41,7% greiddra atkvæða og fjóra menn kjörna. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 35% atkvæða og fjóra menn kjörna.

 

Frjálslyndi flokkurinn fengi 4,5% atkvæða en engan mann kjörinn. Flokkurinn bauð ekki fram við síðustu kosningar.

 

Listi Samfylkingarinnar fengi nú 28,1% greiddra atkvæða og þrjá menn kjörna. Í síðustu kosningum hlaut framboð á vegum flokksins 32,4% greiddra atkvæða og þrjá menn kjörna.

 

Vinstri hreyfingin-grænt framboð fengi 12,6% greiddra atkvæða nú og einn mann kjörinn. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 6,7% greiddra atkvæða en engan mann kjörinn.

 

Samkvæmt þessari könnun fengi meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingar fjóra menn kjörna og heldur því ekki meirihluta sínum. Sjálfstæðisflokkurinn getur hins vegar myndað meirihluta með hvaða flokki sem er.

 

Í byrjun apríl var birti NFS skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Ef bornar eru saman þessar tvær kannanir þá hefur Framsóknarflokkurinn nánast sama fylgi, fer úr 12,3 í 12,7%.  Sjálfstæðisflokkurinn fékk í fyrri könnuninni 42,6% en fær nú 41,7%. Frjálslyndi flokkurinn fékk 5,4% í fyrri könnun en 4,5% nú. Samfylkingin fékk 28,9% í fyrri könnun en fær 28,1% nú. Þá fengu Vinstri grænir 10,8% greiddra atkvæða í fyrri könnun en fá 12,6% nú. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is