Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2006 09:25

Hönnun tvöföldunar Hvalfjarðarganga í startholunum

Lega nýs munna að norðanverðu meðal kosta sem kanna þarf

 

Undirbúningur að hönnun tvöföldunar jarðganga undir Hvalfjörð er nú í undirbúningi hjá Vegagerðinni. Meðal þess sem taka þarf afstöðu til við tvöföldun ganganna er hvar þau eiga að liggja. Þó líklegast verði að telja að þau verði samsíða núverandi göngum verður sá möguleiki kannaður að munni nýju ganganna að norðanverður liggi austar en núverandi ganga. Í dag aka flestir vegfarendur um göngin því lengri leið en þyrfti ef munninn að norðanverðu lægi betur við núverandi þjóðleið vestur og norður í land.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur umferð um Hvalfjarðargöng aukist mun hraðar en búist var við og fyrir nokkru hófust umræður um hvort ekki væri tímabært að huga að tvöföldun þeirra. Sú umræða hefur aukist í kjölfar umræðna um fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundabraut.

Meðal þeirra atriða sem huga þarf að við hönnun ganga er lega þeirra meðal annars hvar munnum er komið fyrir. Þegar gangamunninn að norðanverðu var ákveðinn í upphafi var horft til þess að þar var besta landrýmið og einnig voru á þeim tíma uppi hugmyndir um að framtíðarlega þjóðvegarins vestur og norður í land lægi norðan við Akrafjall og um veg yfir Grunnafjörð. Framkvæmdir við þann veg hafa hinsvegar aldrei komist á framkvæmdastig. Því hafa vaknað spurningar hvort ekki sé rétt við tvöföldun ganganna að munninn við norðanverðan fjörðinn verði mun austan en núverandi munni í ljósi þess að stærstur hluti umferðarinnar í dag fer vestur og norður í land en ekki á Akranes. Í raun er því lega ganganna í dag að lengja leið flestra, eða um 75% vegfarenda, með tilheyrandi kostnaði.

 

Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar segir að hönnun tvöföldunar Hvalfjarðarganga sé ekki hafin en unnið sé við að fara yfir forsendur framkvæmdarinnar. Að þeirri vinnu lokinni geti hönnun þeirra hafist. Hreinn segir að með tvöföldun ganganna sé verið að bregðast við þeirri miklu umferð sem nú fari um svæðið en ekki síður megi með tvöföldun auka mjög öryggið. Með auknu öryggi sé átt við að hægt verði að hleypa umferð á milli ganga og eðli málsins samkvæmt sé líklegast að þau verði samsíða alla leið. Það sé þó ekki ákveðið og meðal þeirra þátta sem skoða þurfi sé sú staðreynd að stærstur hluti umferðarinnar fari vestur og norður í land. Núverandi lega ganganna lengi því leið þeirra.

 

Því vaknar sú spurning hvort með tvöföldun núverandi ganga með sömu legu aukist ekki þrýstingur á vegagerð um Grunnafjörð. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri segir að á sínum tíma hafi vegagerð um Grunnafjörð verið í umræðunni. Ekki hafi komið til þeirrar vegagerðar og ekki hafi verið unnið að því máli um langt skeið. Hann benti á að vegagerð um fjörðinn hefði á sínum tíma mætt andstöðu vegna umhverfisáhrifa og kröfur í þeim efnum hefðu aukist á seinni árum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is