Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2006 06:26

Markalaust jafntefli í fyrsta leik Víkings í Ólafsvík

Víkingar í Ólafsvík hafa fengið til sín fimm nýja leikmenn fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum, en einn þeirra,Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur spilað með liðinu áður. Aðrir nýir leikmenn eru Bosníumennirnir Adiz Sjerotanovic sem er 24 ára gamall og Dalibor Nedic sem á 6 landsleiki fyrir Bosníu og Herzegóvínu að baki og er hann 32 ára gamall. Landi hans er hinn 31 árs vítaskytta Kevin Fotheringham en hann hefur aðeins klúðrað einu af tuttugu vítum sínum fyrir skosk lið og Þór Steinar Ólafs sem er Ólafsvíkurættaður og kemur úr Breiðabliki.

 

Annar leikmaður, Matej Grobovsek sem er tuttugu og þriggja ára gamall er einnig á leiðinni en hann kemur til landsins í dag. Hann var fyrirliði síns liðs í heimalandi sínu Slóveníu.

 

En Víkingur spilaði fyrsta leik sinn í fyrstu deildinni á Íslandsmótinu gegn sterku liði Fram. Leikurinn var rólegur framan af og átti Víkingur eitt færi í um miðjum fyrri hálfleik þegar Þór Steinar Ólafs skaut úr markteig en Gunnar Sigurðsson markvörður Framara blakaði boltanum yfir. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en Víkingsmenn voru þó helst til beittari í sínum sóknaraðgerðum.

 

Fyrri hluta seinni hálfleiks voru Framarar ferskari og reyndu hvað þeir gátu að komast í gegnum varnarmúr Víkinga sem hélt. Þeirra fyrsta færi kom á 50. mínútu þegar Andri Fannar Ottósson átti gott skot í stöng sem Ragnar Mar Sigrúnarson kom í burtu. Víkingar áttu síðan stórsókn á 70. mínútu þegar Tryggvi Hafsteinsson slapp inn fyrir eftir frábæra sendingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni en Gunnar Sigurðsson sá við honum og varði. Framarar lágu eftir þetta í sókn en varnarmenn Víkinga spiluðu gífurlega vel og komust sterkir sóknarmenn Safamýrarliðsins aldrei í gegn. Niðurstaða 0-0 í skemmtilegum baráttuleik.

 

Mikið af áhorfendum mættu frá Víkingum eða um 300 manns. “Sjóræningjarnir”, nýtt stuðningsmannafélag Víkings hélt uppi stuðinu og söng og hrópaði allan leikinn. Næsti leikur Víkinga verður svo á móti Þrótti Reykjavík og verður hann spilaður í Ólafsvík á laugardag klukkan 14.

 

Ágúst Jóhannesson, íþróttafréttaritari Skessuhorns í Ólafsvík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is