Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2006 07:00

Engin töfralausn til sem eyðir lyktarmengun frá Laugafiski

Þrátt fyrir góðan árangur í tilraunum forsvarsmanna Laugafisks hefur ekki tekist að eyða lyktarmengun frá fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. Þeir hyggjast þó ekki leggja árar í bát og eru bjartsýnir á að framleiðsluleyfi fyrirtækisins verði framlengt. Núverandi leyfi rennur út í apríl á næsta ári.

 

 

 

Í fyrradag var haldinn kynningarfundur í höfuðstöðvum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins í Reykjavík þar sem Heilbrigðiseftirliti Vesturlands voru kynntar niðurstöður rannsókna sem staðið hafa að undanförnu vegna lyktarmengunar fyrirtækja í heitloftsþurrkun eins og  Laugafiski á Akranesi. Sem kunnugt er hafa í gegnum tíðina borist kvartanir frá íbúum í nágrenni fyrirtækisins og hafa þeir nýverið krafist þess að starfsemin verði stöðvuð.

 

Helgi Helgason framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir að á fundinum í gær hafi verið farið yfir helstu niðurstöður rannsóknanna. Skýrsla um niðurstöður hafi þó ekki verið afhent þar sem eftir sé að kynna niðurstöðuna fyrir þeim er kostuðu rannsóknirnar. Helgi segir ljóst að ýmislegt hafi áunnist að undanförnu og nefnir þar bætta meðferð hráefnis fyrir vinnslu. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvort fyrirtækið fái endurnýjað starfsleyfi.

 

Inga Jóna Friðgeirsdóttir framkvæmdastjóri Laugafisks segir að undanfarið hafi mikill árangur náðst í þeirri viðleitni að eyða lykt frá framleiðslunni. Það sé þó ljóst að engar töfralausnir séu til og allri fiskvinnslu fylgi einhver lykt. Hún segist bjartsýn á að starfsleyfi fyrirtækisins verði framlengt því áfram verði unnið á þeirri braut að minnka lyktarmengun. Ekki sé ætlunin að leggja árar í bát heldur sé stefnan sú að halda starfsemi áfram á Akranesi.

 

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrir skömmu óskaði Laugafiskur eftir lóð undir 1.200 fermetra hús fyrir starfsemi fyrirtækisins á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is