Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2006 11:05

Foreldrafélag Hraunborgar fagnar hugmyndum um Hjallastefnuna

Á fundi í foreldrafélagi leikskólans Hraunborgar á Bifröst í gær var samþykkt ályktun þess efnis að fagnað er viðræðum sem standa yfir milli forsvarsmanna Hjallastefnunnar og Borgarbyggðar. Segir í ályktuninni að með þessu framtaki þykir staðfest að Borgarbyggð er full alvara um að finna framtíðarlausn á leikskólamálum á Bifröst. Þá mun Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar mæta til fundar á Bifröst nk. laugardag og kynna stefnu og starf Hjallaleikskóla.

 

 

Þá segir orðrétt í ályktun fundarins: “Stjórn foreldrafélagsins ber miklar vonir við aukningu gæða leikskólans á Hraunborg með nýrri stefnu þar sem börn njóta góðs af jafnréttisuppeldi, jákvæði, aga, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrkingu. Hjallastefnan er heildstæð námskrá fyrir leikskóla þar sem enginn starfsþáttur er undanskilinn og hvert smáatriði skiptir máli í því að skapa jákvæða reynslu nemendanna. Margir þættir í starfsháttum Hjallastefnunnar eru óvenjulegir eða óhefðbundnir en jafnréttisuppeldið er sá þáttur sem mesta athygli hefur vakið. Lögð er áhersla á einstaklingsþjálfun og félagsþjálfun sem bætir við möguleika hvors kyns á að rækta hæfileika sína og áhugasvið án tillits til kynferðis. Hjallastefnan býður börnum í leikskólum sínum upp á opið leikefni í stað hefðbundinna leikfanga, þ.e. leikefni sem býður upp á fjölbreyttar lausnir þannig að hægt er að leika svo til hvað sem er með efninu og ekkert er innbyggt í það sem segir hvernig leikurinn eigi að fara fram.”

 

Kynningarfundur á laugardaginn

Í fréttatilkynningu sem foreldrafélagið hefur sent frá sér segir einnig: “Við viljum minna foreldra leikskólabarna á að Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar mun koma hingað á Bifröst og kynna stefnu og starf Hjallaleikskóla næstkomandi laugardag. Við hvetjum foreldra og aðra áhugasama til að mæta og fræðast um hvað börnin okkar munu taka sér fyrir hendur næsta vetur ef samkomulag næst milli Hjalla og Borgarbyggðar.”

 

Foreldrafélag Leikskólans Hraunborgar vill koma á framfæri kærum þökkum til fráfarandi leikskólastjóra, Guðmundu Ólöfu Jónsdóttur (Mummu Lóu), fyrir samstarfið. Starfið á leikskólanum hefur verið sérlega gott og árangursríkt síðastliðið ár, undir hennar stjórn og með hjálp frábærs starfsfólks.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is