Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2006 09:21

Gunnar gerir hosur sínar vinstri - grænar

Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir RUV og birt var í dag er meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar á Akranesi fallinn. Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi en Vinstri grænir bæta við sig og ná manni af Framsóknarflokknum. Samkvæmt könnun Gallup sem gerð var 11. til 16. maí bætir Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð við sig, fengi 40% ef kosið væri nú, en fékk 35% síðast. Það dugar hins vegar ekki til að fjölga bæjarfulltrúum flokksins. Samfylkingin heldur sínum þremur bæjarfulltrúum, en fylgið dalar um rúmt prósent og mælist um 31%. Vinstri grænir bæta hins vegar umtalsvert við sig. Fengu tæp 7% síðast, en fá rúm 11% núna og einn mann, samkvæmt könnun Gallup.

 

Framsóknarflokkurinn fékk 26% í kosningunum 2002 en fengi samkvæmt könnuninni tæp 12% og einn bæjarfulltrúa. Um 6% segjast ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn sem býður nú fram í fyrsta sinn á Akranesi.

 

Gallup segir að umtalsverðar breytingar þurfi að verða á fylgi flokkanna til þess að breyta þessari skiptingu bæjarfulltrúa. Svarhlutfall í könnuninni var tæp 64% og af þeim tók tæplega 77% afstöðu.

 

Gísli Einarsson, fréttamaður RUV ræddi við oddvita framboðanna á Akranesi í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Sérstaka athygli vakti að í lok þátttarins gerði Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks hosur sínar örlítið vinstri grænar þegar hann sagði að margt væri sambærilegt í áherslumálum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Sjálfstæðisflokks. Ef kosningarnar fara á líkan hátt og síðustu tvær skoðanakannanir sýna gætu þessir flokkar myndað meirihluta í bæjarstjórn Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is