Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2006 11:07

„Kjósendur vilja breytingar“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins

Oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi segir niðurstöðu skoðanakannanna, sem birst hafa að undanförnu, staðfesta kröfu kjósenda um breytingar og því sé ekki hægt að horfa framhjá við myndun meirihluta eftir kosningar. Hann biðlaði til Vinstri-grænna í gær um myndun meirihluta.

 

Í gær birti Ríkisútvarpið skoðanakönnun á fylgi flokkanna við bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi. Samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin fengi þrjá, Framsóknarflokkurinn einn og Vinstri-grænir fengju einn bæjarfulltrúa.

Ef þetta verða úrslit kosninganna getur Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta með hverjum hinna flokkanna. Meirihluti verður hins vegar ekki myndaður án Sjálfstæðisflokksins nema að hinir flokkarnir þrír nái saman um myndun meirihluta.

 

Í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi sagði Gunnar Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins að margt væri sambærilegt með stefnu síns flokks og stefnu Vinstri-Grænna í umhverfis- og skipulagsmálum. Óhætt er að segja að orð Gunnars hafi vakið mikla athygli. Áhugamenn um stjórnmál telja að þarna  hafi verið um að ræða pólitískt bónorð í beinni.

 

Gunnar Sigurðsson segir í samtali við Skessuhorn að ekki beri að líta á orð hans sem formlegt boð um myndun meirihluta. „Við Sjálfstæðismenn stefnum ótrauðir á að ná hreinum meirihluta og ég lít svo á að það sé raunhæfur möguleiki. Í því sambandi nefni ég þann mikla stuðning sem bæjarstjóraefni okkar Gísli S. Einarsson fékk í könnuninni.  Ég var hins vegar að lýsa skoðunum mínum á niðurstöðum skoðanakönnunar. Skilaboð kjósenda eru þar skýr. Fólk vill breytingar, að skipt verði um meirihluta. Því kalli munum við Sjálfstæðismenn sinna og þess vegna nefndi ég Vinstri-Græna til sögunnar. Óskastaðan fyrir Akranes er hins vegar hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is