Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2006 11:40

Yfirlýsing frá Frjálslynda flokknum

Frjálslyndi flokkurinn hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Sú gróusaga gengur nú um Akranes, að forysta Frjálslynda flokksins hafi í undanfara kosningabaráttu boðið Gísla S. Einarssyni, fyrrverandi alþingismanni Samfylkingar, sæti á framboðslista Frjálslyndra og óháðra á Akranesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

 

 

Af þessu tilefni og til að útiloka allan misskilning, er rétt að taka skýrt fram, að Gísla hefur aldrei verið boðið sæti á lista af hálfu Frjálslynda flokksins, enda enginn áhugi fyrir því innan flokksins, né hefur Gísli sjálfur leitað eftir slíku.

 

Frjálslyndi flokkurinn gefur lítið fyrir þau vinnubrögð sem Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi tíðkar þessa dagana, þar sem reynt er að láta líta út fyrir að Gísli S. Einarsson sé í framboði til að sækjast eftir umboði kjósenda til að stjórna bæjarfélaginu næstu fjögur árin. Lögum samkvæmt eru bæjarstjórar ekkert annað en framkvæmdastjórar, sem ráðnir eru til að þjóna bæjarstjórn þar sem sitja kjörnir fulltrúar sem bæjarbúar hafa veitt umboð til valda."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is