Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2006 02:46

„Göngum óbundin til kosninga“ segir oddviti Vinstri-grænna

Rún Halldórsdóttir efsti maður á framboðslista Vinstri-grænna á Akranesi segir flokkinn ganga óbundinn til kosninga. Þetta segir hún í framhaldi af orðum Gunnars Sigurðssonar oddvita Sjálfstæðismanna um að margt sé sambærilegt með stefnu flokkanna í umhverfis- og skipulagsmálum. Áhugamenn um stjórnmál telja að þarna hafi Gunnar borið upp pólitískt bónorð til Vinstri-grænna.

 

Í samtali við Skessuhorn segir Rún að Vinstri-grænir gangi algjörlega óbundnir til kosninga og alls ekki sé tímabært að ræða myndun meirihluta fyrr en kosningaúrslit liggja fyrir. „Við höfum fundið fyrir meðbyr eins og skoðanakannanir hafa sýnt og augljóst er að íbúar á Akranesi vilja sjá áherslubreytingar í rekstri sveitarfélagsins. Við munum að sjálfsögðu axla þá ábyrgð sem kjósendur leggja okkur á herðar. Þeir eiga hins vegar síðasta orðið og því ekki í mínu valdi né annarra að ræða hugsanlega myndun meirihluta nú“ segir Rún.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is