Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2006 05:31

Stofnun Stéttarfélags Vesturlands samþykkt

Félagsmenn þriggja verkalýðsfélaga hafa samþykkt sameiningu félaganna í nýtt verkalýðsfélag, Stéttarfélag Vesturlands, sem tekur til starfa á næstu vikum. Félögin sem sameinast eru Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal, Verkalýðsfélag Borgarness og Verkalýðsfélagið Hörður sem starfað hefur í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar.

 

Á undanförnum árum hafa verkalýðsfélög víða um land sameinast með það að markmiði að gera starf verkalýðshreyfingarinnar sterkari og gera þeim kleift að veita félagsmönnum sínum betri þjónustu en nú er gert. Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness boðaði öll sjö verkalýðsfélög á Vesturlandi til kynningarfundar um sameiningarmál. Öll félögin þáðu boðið utan Verkalýðsfélags Akraness sem taldi slíka kynningu eða umræðu ekki tímabæra. Í framhaldi fór af stað vinna að sameiningu áðurnefndra þriggja félaga sem skilaði þeim árangri að nú voru greidd atkvæði um sameiningarsamning. Í honum var nafn félagsins ákveðið og önnur helstu skipulagsatriði svo sem fyrsta stjórn hins nýja félags.

Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Vals samþykktu sameininguna með 12 samhljóða atkvæðum. Hjá Verkalýðsfélagi Borgarness var sameiningin samþykkt með 24 samhljóða atkvæðum en í Verkalýðsfélaginu Herði voru skiptar skoðanir en 16 samþykktu sameiningu, 13 félagsmenn höfnuðu sameiningu og einn skilaði auðum seðli. Samkvæmt sameiningarsamningnum verður Sveinn G. Hálfdánarson fyrsti formaður hins nýja félags en hann hefur verið formaður Verkalýðsfélags Borgarness.

 

Í samtali við Skessuhorn segir Sveinn að stefnt sé að halda stofnfund félagsins þann 30. maí nk. Í kynningarriti sem félögin gáfu út fyrir sameiningarkosningarinnar kom fram í ávarpi formanna félaganna að þeir séu þeirrar skoðunar að æskilegast hefði verið að öll sjö verkalýðsfélögin á Vesturlandi hefðu staðið að stofnun hins nýja félags. Sveinn segir að tíminn verði að leiða það í ljós hvort fleiri félög bætist í hópinn. Hann sé þeirrar skoðunar að slíkt sé nauðsynlegt en því ráði að sjálfsögðu félagsmenn hvers félags fyrir sig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is