Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2006 10:35

Af kayakfólki í Stykkishólmi

Kayakmóti Eiríks Rauða verður í Stykkishólmi um hvítasunnuhelgina. Að sögn mótshaldara verður mikil kayakdagskrá og góðir gestir væntanlegir erlendis frá til að halda fyrirlestra og námskeið.  Gestir í ár verða þau Jeff Allen frá Bretlandi og Hadas Feldman frá Ísrael. Þau hafa í sameiningu róið í kringum Japan og eyjuna Suður Georgíu (við Hornhöfða, Cape Horn). Þetta er kayakmót sem haldið er ár hvert, en hátíðin í ár mun að öllum líkindum verða sú stærsta hingað til þar sem mun meira er í lagt þetta árið.

 

Annað sem verður á dagskrá félagsins þetta árið er að æfð verður þyrlubjörgun á kayakræðurum. Landhelgisgæslan mætir með þyrlu á staðinn og sýnt verður við höfnina í Stykkishólmi hvernig fólk ber sig að við að láta bjarga sér úr kayak í þyrlu. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem slíkt er æft hér á landi. Þorsteinn Sigurlaugsson, annar eigandi Seakayak Iceland hefur rekið kayakferðir í 5 ár og menntað sig erlendis í kayakleiðsögn og kennslu á því tímabili. Hann varð fyrstur Íslendinga til að ná þeim staðli British Canoe Union að geta kallast 5 stjörnu kayakræðari. Þessi gráða er virt um allan heim sem ábyggilegur staðall fyrir kayakleiðsögumenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is