Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2006 06:25

Sauðfjárslátrun aukin í Borgarnesi á nýjan leik

Kaupfélag Borgfirðinga hefur tekið ákvörðun um að láta endurbyggja stórgripasláturhúsið í Brákarey í Borgarnesi og jafnframt að breyta því í fjölnota sláturhús þannig að aðstaða til sauðfjárslátrunar batni til muna. Undanfarin ár hefur verið slátrað lítilsháttar magni af dilkum í Borgarnesi og hefur húsið haft leyfi til slátrunar á 100 dilkum á dag. En nú er hugmyndin að geta aukið sauðfjárslátrun í a.m.k. 20 þúsund fjár á ári.  Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum og gert ráð fyrir að sauðfjárslátrun geti hafist við bættar aðstæður í Borgarnesi þegar þann 15. ágúst í sumar.

 

Að sögn Guðsteins Einarssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga verður ráðist í 80 fermetra stækkun á húsnæðinu og gjörbreytingu innandyra á því húsnæði sem fyrir er. Samið hefur verið við Sólfell ehf. um breytingar og stækkun húsnæðisins. “Meðal annars munum við innrétta upp á nýtt húsnæði sem eitt sinn þjónaði hlutverki fóðureldhúss fyrir loðdýr og lagfæra stórgripasláturhúsið allt í leiðinni. Þetta verður hagkvæm aðgerð og jafnframt nauðsynleg til að tryggja Borgarnes kjötvörum nægt hráefni til vinnslu og það getum við einungis gert með því að geta slátrað meiru af sauðfé hjá okkur,” sagði Guðsteinn í samtali við Skessuhorn.

 

Eins og kunnugt er gera menn nú ráð fyrir mikilli samkeppni sláturleyfishafa eftir dilkum til slátrunar í haust, enda framboð vart nægjanlegt til að geta uppfyllt vaxandi eftirspurn eftir dilkakjöti á innanlandsmarkað. Borgarnes kjötvörur áætla að þurfa a.m.k. 300-350 tonn af dilkakjöti á ári til að nægt hráefni fáist miðað við vinnslu og sölu fyrirtækisins í ár.

Guðsteinn segir að félagið hafi fengið tilboð í nýja fláningslínu frá írsku fyrirtæki og nú sé beðið formlegs leyfis frá landbúnaðarráðuneytinu til að geta aukið sauðfjárslátrun í Borgarnesi. Kaupfélagsmenn vonast til að geta slátrað um 20 þúsund fjár á ári eftir að breytingarnar hafa verið gerðar. “Nú er Kaupfélag Borgfirðinga að verða sláturleyfishafi á nýjan leik og vonumst við til að eiga eftir að hafa gott samráð við bændur líkt og undanfarin rúm 100 ár.” Kaupfélagið er fjárhagslega sterkt félag og telur Guðsteinn að auðvelt verði fyrir félagið að afla nægjanlegs fjár til slátrunar. Nýtt og sérhæft vinnsluhús Borgarnes kjötvara verður tekið í notkun við Vallarás 7-9 eftir nokkra daga. Eftir þá breytingu og stækkun sláturhússins síðar í sumar verður öll aðstaða til slátrunar og vinnslu í Borgarnesi ein sú besta á landinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is