Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2006 07:17

Markasúpa í Ólafsvík í kalsaveðri

Kalt var í veðri á Ólafsvík og voru áhorfendur flestir úlpuklæddir og með húfur á höfði er þeir mættu á leik Víkings og Þrótta R. á síðasta sunnudag. Um 500 manns voru mættir á völlinn og langflestir á bandi Víkings. Stuðningsmannafélagið Sjóræningjarnir voru á sýnum stað með trommur og lúðra og hrópuðu allan leikinn.

 

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en Þróttarar komust yfir á 45. sekúndu leiksins. Sending kom inn í teig frá Halldóri Hilmissyni og lagði Magnús Már Lúðvíksson hann örugglega inn. Þróttarar voru ekki lengi að bæta við en á 5. mínútu leiksins fengu þeir aukaspyrnu á miðju, góð sending kom inn í teiginn og skallaði Þórhallur Hinriksson boltann inn en Einar Hjörleifsson markvörður var í boltanum. Víkingar fengu svo sitt fyrsta færi á 11. mínútu leiksins, þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson sendi glæsilega sendingu útá kantinn á Adiz Sjerotanovic sem rak boltann vel inn í teiginn og gaf fyrir en Ellert Hreinsson náði ekki boltanum en Ólafur Gunnarsson þurfti samt að blaka boltanum yfir því boltinn var á leið inn.

 

Það var svo í lokin á fyrri hálfleik sem Þróttarar áttu gott spil og komst Halldór Hilmisson inn í teiginn og sendi boltann út á Magnús sem skaut föstu skoti sem Einar varði frábærlega. Seinni hálfleikur var mikið rólegri en sá fyrri og höfðu Víkingar þá skipt þeim Þór Steinari Ólafs og Vilhjálmi Vilhjálmssyni fyrir þá Helga Reyni Guðmundsson og nýja manninn Matej Grobovsek sem kemur frá Slóveníu.

 

Löng sending kom frá Kevin Fotheringham á Slavisa Mitic sem sendi boltann viðstöðulaust inn á Ellert Hreinsson sem var brotið á og dæmt var víti. Kevin Fotheringham tók vítið og skoraði af öryggi. 55. mínútur búnar og fyrsta mark Víkinga í höfn. Jöfnunarmark Víkinga kom á 68. mínútu. Víkingar héldu boltanum vel upp völlinn og inn í vítateig, sendi Slavisa út á Helga Reyni sem negldi boltanum viðstöðulaust slánna inn, glæsilegt mark. Þróttarar gáfust ekki upp og komust þeir aftur þegar 7 mínútur voru eftir af  leiknum. Þórhallur Hinriksson sendi boltann inn í teig, Kevin Fotheringham mistókst að koma boltanum í burtu og lagði Haukur Sigurðsson boltann vel í markið.Víkingar sóttu mikið í lok leiks en náðu engu sérstöku markfæri. Leiknum lauk því með sigri Þrótts 2-3.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is