Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2006 07:28

Samgönguráðherra segir að framtíðarlega þjóðvegar verði um Grunnafjörð

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra segir lagningu vegar um Grunnafjörð eitt af þeim verkefnum sem skoðuð verði við endurskoðun núverandi langtímaáætlunar í vegamálum. Í sínum huga eigi þjóðvegurinn að liggja um Grunnafjörð fáist samþykki fyrir framkvæmdinni hjá skipulagsyfirvöldum.  Frétt Skessuhorns í síðustu viku um tvöföldun Hvalfjarðarganga og hugsanlega vegagerð um Grunnafjörð vakti talsverð viðbrögð áhugamanna um samgöngumál. Sérstaklega vöktu ummæli Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra um Grunnafjörð athygli. Þar sagði að ekki hafi verið unnið að því máli um langt skeið meðal annars vegna umhverfissjónarmiða.  Þykir ýmsum sem vegamálastjóri hafi með þessum orðum nánast slegið af hugmyndir um vegagerð um Grunnafjörð.

 

Sú vegagerð hefur um árabil verið baráttumál sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi og hefur samband sveitarfélaga þar ályktað um nauðsyn þessarar vegagerðar síðan 1997. Á það hefur verið bent að Grunnafjörður er friðlýstur og því muni skipulagsyfirvöldum veitast ómögulegt að heimila framkvæmdir á þessum slóðum. Friðlýsingin nær yfir fjörur og allt grunnsævi innan Hvítaness og Súlueyjar. Áhugamenn um vegagerð telja því ekkert til fyrirstöðu að leggja veg og brú utan friðunarsvæðisins auk þess sem hægt sé að veita undanþágur frá friðlýsingu ef nauðsyn krefur.  Með framkvæmdinni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um 7 km og leiðin frá Hvalfjarðargöngum í Borgarnes um 1 km. Með því fari þjóðleiðin til og frá suðvesturhornsinu um túnfót Akurnesinga með tilheyrandi möguleikum fyrir þjónustufyrirtæki.

 

Sundabraut í Norðurárdal í einkaframkvæmd?

 

Í ræðu á fundi á Akranesi fyrir rúmu ári síðan sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að hann teldi eðlilegt að þessi leið verði skoðuð að nýju. Í samtali við Skessuhorn segir samgönguráðherra að nú standi yfir endurskoðun langtímaáætlunar í samgöngumálum og lagning vegar um Grunnafjörð sé eitt þeirra verkefna sem skoða þurfi í því samhengi. „Ég tel eðlilegt að í framtíðinni verði vegur lagður um Grunnafjörð svo fremi að skipulagsyfirvöld heimili þá framkvæmd. Í því sambandi hef ég bent á að til greina komi að taka efri hluta Sundabrautarinnar, tvöföldun Hvalfjarðarganga og endurbyggingu Vesturlandsvegarins alla leið uppí Norðurárdal og þar með talinn veg um Grunnafjörð í einkaframkvæmd.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is