Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2006 12:25

Sungu sig til Danmerkur

Segja má að tíundi bekkur Varmalandsskóla í Borgarfirði hafi komið, séð og sigrað í Sparisjóði Mýrasýslu fyrir skömmu.  Hópurinn mætti í afgreiðslu sjóðsins og söng sig inn í hjörtu starfsfólks og viðskiptavina til að vinna sér inn styrk fyrir útskriftarferð sinni til Danmerkur.   Forsaga málsins er sú að til margra ára hefur verið hefð fyrir því í Varmalandsskóla að verðandi tíundubekkingar safni sér fyrir útskriftarferð. Undanfarin ár hefur markmiðið verið sett hátt, þ.e. á erlenda grund.  Sá tíundi bekkur sem útskrifast í vor er engin undantekning frá því. 

 

Strax í áttunda bekk var farið að safna.  Kirkjugarðar héraðsins voru slegnir af miklum móð, grjót voru tínt úr flögum, seldur var klósettpappir og kökur.  Skólinn hefur líka stutt rækilega við bakið á þessum bekkjum.  Ágóði af kaffisölu á árshátíðum og skólaslitum hefur runnið í söfnunarsjóðinn og skólinn hefur oftar en ekki greitt fyrir rútu, að og frá flugvelli.  Hjá þessum bekk var einnig haldin mikil menningarhátíð s.l. haust þar sem frumsamið og aðfengið efni var flutt með tilþrifum og gestir skemmtu sér hið besta.

Samstarf er komið á milli skóla í Galten í Danmörku og Varmalandsskóla.  Danski skólinn kom hingað til lands í haust og því var tilvaldið að endurgjalda heimsóknina núna í vor.  Söfnunin hafði gengið ágætlega en herslumunin vantaði og var því leitað á náðir Sparisjóðs Mýrasýslu sem, eins og allir vita, hefur oft styrkt góð málefni.  Til þess að vinna fyrir styrknum þurftu krakkarnir að koma og syngja “Danska lagið” í afgreiðslu Sparisjóðsins og hvað var meira við hæfi en einmitt það.  Söngurinn tókst svo ljómandi vel að Steinunn Ásta Guðmundsdóttir skrifstofustjóri Sparisjóðsins afhenti Margréti Bjarnadóttur form. Nemendafélags Varmalandsskóla, sem einnig er í tíunda bekk, væna upphæð sem gerði þeim kleift að heimsækja frændur vora í Danmörku. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is