Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2006 11:02

Segir hæstu laun hækka mest við sameiningu starfsmannafélaga

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að við sameiningu Starfsmannafélags Akraness og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hækki hæstu laun og með því sé verið að ganga gegn þeim skilningi sem ríkt hefur í samfélaginu um að hækka laun þeirra lægst launuðustu. Hann er því sammála skoðun Karls Björnssonar starfsmanns launanefndar sveitarfélaga sem lýsti skoðun sinni í samtali við Skessuhorn fyrir nokkru.

 

 

Í samtali við Skessuhorn segist Vilhjámur hafa að undanförnu borið saman laun ófaglærðs starfsfólks Akraneskaupstaðar miðað við kjarasamning Reykjavíkurborgar annars vegar og samning launanefndar sveitarfélaga hins vegar. Segir hann að í ljós hafi komið að stór hluti ófaglærðra starfsmanna Akraneskaupstaðar hækki sáralítið í launum með því að taka laun samkvæmt samningum Reykjavíkurborgar og dæmi séu um starfsmenn sem lækka í launum. Nefnir hann í því sambandi starfsmann sem vinnur við ræstingar sem í dag hafi 138.279 krónur í grunnlaun samkvæmt samningi launanefndar. Hjá Reykjavíkurborg séu launin hins vegar 134.294 krónur. Þessi starfsmaður lækki því um 5.785 krónur á mánuði. 

 

Hins vegar segir Vilhjálmur að stjórnendur og millistjórnendur hjá Akraneskaupstað muni hækka um 20-50 þúsund krónur á mánuði. Hann segir það vissulega fagnaðarefni að Akraneskaupstaður sé tilbúinn að hækka laun sinna starfsmanna en grundvallaratriði sé að sanngirni ríki í þeim hækkunum. „Það hefur ríkt skilningur í samfélaginu um að hækka laun þeirra sem lægstu launin hafa en með þessum gjörningi er málinu snúið á haus. Þeir hæstlaunuðustu hækka mest en þeir sem lægstu launin hafa fá lítið og sumir minna en ekki neitt. Það er algjörlega óásættanlegt að mínu mati“ segir Vilhjálmur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is