Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2006 02:39

Kosið til tíu sveitarstjórna á Vesturlandi í dag

Í dag ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa sér sveitarstjórn. Á Vesturlandi verður kosið til sveitarstjórna í tíu sveitarfélögum. Þrjú þeirra verða til að loknum kosningum. Alls ganga 10.378 manns að kjörborðinu. Hefur kjósendum fjölgað um 3% frá síðustu kosningum. Á sama tíma hefur kjósendum á landinu öllu fjölgað um 5,5%. Mun fleiri karlar eru á kjörskrá eða 5.332 talsins en konur eru 5.046. Hér á eftir fara helstu upplýsingar um þau 10 sveitarfélög hér á Vesturlandi þar sem kosið verður:

 

Akranes

 

Á Akranesi eru fimm framboðslistar. Það eru B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, F-listi Frjálslyndra og óháðra, S-listi Samfylkingarinnar og óháðra og V-listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Kjörfundur verður í Brekkubæjarskóla og hefst kl. 9 og lýkur í síðasta lagi kl. 22. Talning fer fram í Brekkubæjarskóla og flokkun atkvæða hefst kl. 20. Á kjörskrá eru 4.162.

 

Sameinað sveitarfélag sunnan Skarðsheiðar

 

Í nýju sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar, sem verður til við sameiningu Hvalfjarðarstrandarhrepps, Innri-Akranesshrepps, Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps, eru þrír framboðslistar. Það eru E-listi samEiningar, H-listi H4 og L-listi Hvalfjarðarlistans. Kosning fer fram í félagsheimilunum Fannahlíð, Hlöðum, Miðgarði og Heiðarborg. Kjörfundur hefst kl. 10 á öllum stöðum og lýkur kl. 20. Talning fer fram í Miðgarði  og hefst hún kl. 21. Þá munu íbúar hins nýja sveitarfélags greiða atkvæði á milli fimm nafna á hið nýja sveitarfélag. Nöfnin eru Hafnarbyggð, Heiðarbyggð, Heiðarsveit, Hvalfjarðarbyggð og Hvalfjarðarsveit. Á kjörskrá eru 403.

 

Sameinað sveitarfélag í Borgarfirði

 

Í nýju sveitarfélagi í Borgarfirði, sem verður til við sameiningu Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Borgarbyggðar og Kolbeinsstaðahrepps, eru þrír listar í framboði. Það eru B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins og L-listi Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og óháðra. Kjörfundir fara fram á sex stöðum í sveitarfélaginu. Í Grunnskólanum í Borgarnesi hefst kjörfundur kl. 9 og lýkur kl.  20. Í Þinghamri hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 20. Í Grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 20. Í Lyngbrekku hefst kjörfundur kl.12 og lýkur kl. 20. Í Lindartungu hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. Í Brúarási hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. Þá mun íbúar hins nýja sveitarfélags einnig kjósa á milli fjögurra nafna á hið nýja sveitarfélag. Nöfnin eru Borgarbyggð, Brákarbyggð, Mýrabyggð og Sveitarfélagið Borgarfjörður. Talning atkvæða fer fram í Grunnskólanum í Borgarnesi og hefst þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Á kjörskrá eru 2.501.

 

Skorradalshreppur

 

Í Skorradalshreppi kom enginn framboðslisti fram og er kosning því óbundin. Kjósendum ber því að rita nöfn fimm íbúa sveitarfélagins á atkvæðseðilinn og munu þeir sem flest atkvæði hljóta sitja í næstu sveitarstjórn. Kosið verður í Skátaskálanum og hefst kjörfundur kl.12. Ekki er ljóst hvenær kjörfundi lýkur en að lágmarki mun hann standa til kl. 18 nema allir kjósendur hafi skilað sér á kjörstað fyrr. Talning atkvæða fer fram á sama stað að loknum kjörfundi. Á kjörskrá eru 47 og eru 45 þeirra í kjöri, en Bjarni Vilmundarson og Ágúst Árnason fráfarandi sveitarstjórnarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs, en þeir hafa setið þar lengi, Bjarni í 40 ár og Ágúst í 20 ár.

 

Eyja- og Miklaholtshreppur

 

Í Eyja- og Miklaholtshreppi kom enginn framboðslisti fram og er kosning því óbundin. Kjósendum ber því að rita nöfn fimm íbúa sveitarfélagins á atkvæðseðilinn og munu þeir sem flest atkvæði hljóta sitja í næstu sveitarstjórn. Kjörfundur verður í Félagsheimilinu Breiðabliki og hefst kl. 10. Ekki er ljóst hvenær kjörfundi lýkur en að lágmarki mun kjörfundur standa til kl. 18. Talning atkvæða hefst á kjörstað kl. 21. Á kjörskrá eru 96.

 

Snæfellsbær

 

Í Snæfellsbæ eru tveir listar í framboði. Það eru D-listi Sjálfstæðisflokksins og J-listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Kosið verður á þremur stöðum í sveitarfélaginu; í grunnskólunum í Ólafsvík, Hellissandi og á Lýsuhóli. Kjörfundur hefst kl. 9 í Ólafsvík og á Hellissandi en kl. 12 á Lýsuhóli. Talning atkvæða fer fram í grunnskólanum í Ólafsvík. Á kjörskrá eru 1.159.

 

Grundarfjarðarbær

 

Í Grundarfjarðarbæ eru tveir listar í framboði. Það eru D-listi Sjálfstæðisflokks og L-listi Samstöðu-listi fólksins. Kosið verður í Samkomuhúsinu í Grundarfirði og hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 22. Talning fer fram í Samkomuhúsinu og hefst um það bil klukkustund eftir að kjörfundi lýkur. Á kjörskrá eru 631.

 

Stykkishólmsbær

 

Í Stykkishólmsbæ eru tveir listar í framboði. Það eru D-listi Sjálfstæðisflokksins og L-listi Listi Félagshyggjufólks. Kosið verður í Grunnskólanum og hefst kjörfundur kl. 9 og lýkur kl. 22. Talning fer fram á sama stað og hefst að loknum kjörfundi. Á kjörskrá eru 799.

 

Helgafellssveit

 

Í Helgafellssveit kom enginn framboðslisti fram og er kosning því óbundin. Kjósendum ber því að rita nöfn fimm íbúa sveitarfélagins á atkvæðseðilinn og munu þeir sem flest atkvæði hljóta sitja í næstu sveitarstjórn. Kosið verður í Félagsheimilinu Skildi og hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 18. Talning atkvæða fer fram á sama stað þegar kjörfundarstörfum lýkur. Á kjörskrá eru 45.

 

Sameinað sveitarfélag Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps

 

Í nýju sameinuðu sveitarfélagi Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps eru þrír listar í framboði. Það eru H-listi Listi Dalabyggðar, N-listi Listi nýrra tíma og V-listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Kosning fer fram á þremur stöðum í sveitarfélaginu. Í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 22. Í félagsheimilinu Staðarfelli hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. Í Félagsheimilinu Tjarnarlundi hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. Talning atkvæða fer fram í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst að loknum kjörfundi. Á kjörskrá eru 535. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is