Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2006 02:14

Hægri sveifla á Snæfellsnesi og fall meirihlutans á Akranesi

Helstu úrslit kosninganna:

Nú klukkan 02:00 liggja úrslit í kosningum fyrir í öllum 10 sveitarfélögunum á Vesturlandi. Kjörsókn var almennt góð og betri en víða annarsstaðar á landinu. Samandregið má segja að helstu úrslit séu þau að Sjálfstæðisflokkur "á" nú Snæfellsnesið því flokkurinn nær meirihluta í öllum þremur þéttbýlissveitarfélögunum; Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Grundarfirði þrátt fyrir að úrslitin á síðastnefnda staðnum séu naumasti sigur flokksins á landsvísu.

Á Akranesi kolfellur meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar, Framsókn tapar yfir helmingi atkvæða sinna frá síðustu kosningum og Samfylking tapar einnig stórt og manni, en fæstir bjuggust við því að flokkurinn fengi einungis tvo menn í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur á Akranesi vinnur lítið á frá síðustu kosningum þrátt fyrir útspil flokksins með bæjarstjóraefni úr röðum Samfylkingar. Sigurvegarar kosninganna á Akranesi eru Vinstri grænir og Frjálslyndir en bæði framboðin náðu manni inn í bæjarstjórn. Flestir eiga nú von á því að Sjálfstæðisflokkur bjóði Vinstri grænum "upp í dans" við myndun nýs meirihluta á Skaganum. 

 

Í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði, sem flestir kjósendur vilja kalla Borgarbyggð, vinnur Borgarlistinn mann af Framsóknarflokki en Sjálfstæðisflokkur er stærsta stjórnmálaafl sveitarfélagsins með 37,8% fylgi. Líklega verður að teljast einungis formsatriði að Borgarlisti og Sjálfstæðisflokkur myndi áfram meirihluta í sveitarfélaginu, bæði ef miðað er við ýmis ummæli sem fallið hafa í kosningabaráttunni og ekki síður vegna þess að minnihluti Framsóknarmanna tapar fylgi milli kosninga.

 

Í nýju sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar vinnur E listi undir forystu Hallfreðs Vilhjálmssonar á Kambshóli stórsigur og hreinan meirihluta, eða fjóra af sjö fulltrúum í sveitarstjórn.

 

Í sameinuðu sveitarfélagi í Dalasýslu þarf að mynda meirihluta einhverra tveggja af þremur listum sem buðu fram, en N listi fékk mest fylgi, eða 42,2% og þrjá menn af sjö í sveitarstjórn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is