Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2006 01:40

Nýr meirihluti á Akranesi boðar uppstokkun og breytingar á mörgum sviðum

Á fundi með fréttamönnum, sem haldinn var á Breiðinni á Akranesi í dag, boðuðu forystumenn nýs meirihluta á Akranesi uppstokkun og breytingar á ýmsum sviðum á Akranesi. Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar verður bæjarstjóri, Karen Jónsdóttir verður formaður bæjarráðs og Gunnar Sigurðsson verður forseti bæjarstjórnar.  Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir og óháðir í bæjarstjórn Akraness hófu formlegt meirihlutasamstarf síðdegis í gær og lauk viðræðunum síðla kvölds með samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Meirihlutann skipa fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og einn fulltrúi Frjálslyndra og óháðra. Flokkarnir hlutu samtals 1.571 atkvæði í kosningunum á laugardaginn eða 47,61% atkvæða. Meirihlutinn er sögulegur fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skipti sem Frjálslyndi flokkurinn á aðild að meirihlutasamstarfi í sveitarfélagi á landinu.

 

 

Eins og áður sagði verður Gísli S. Einarsson bæjarstjóri. Karen Jónsdóttir bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra verður formaður bæjarráðs allt kjörtímabilið og Gunnar Sigurðsson bæjafulltrúi Sjálfstæðisflokks verður forseti bæjarstjórnar allt kjörtímabilið og tekur einnig sæti í bæjarráði. Það var oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti frumkvæðið að viðræðum flokkanna en einnig kom fram á fundinum að Sjálfstæðismenn hefðu einnig rætt óformlega við Vinstri-græna og Framsóknarflokkinn.

 

Forystumenn flokkanna lögðu áherslu á að þrátt fyrir að stór orð hefðu fallið í kosningabaráttunni væri sá slagur að baki og fullt traust ríkti á milli flokkanna. Nú þegar verður ráðist til framkvæmda við nokkur af þeim stefnumálum sem flokkarnir kynntu í kosningabaráttunni. Fram kom að gert yrði nú þegar sértakt átak í umhverfismálum og meðal framkvæmda sem ráðist yrði strax í væri malbikun Grenigrundar. Þá verður gerð sérstök úttekt á fjárhagsstöðu bæjarfélagsins og einnig verður gerð úttekt á stjórnkerfinu. Horfið verður nú þegar frá hugmyndum fyrri meirihluta um flutning bókasafns í nýtt húsnæði sem bæjarfélagið festi kaup á fyrir skömmu. Þess í stað verður núverandi húsnæði Bóksafnsins endurbætt og kannaður sá möguleiki að Tónlistarskólinn nýti hið nýja húsnæði á Skagaverstúninu. Að öðrum kosti verður það selt. Það er einnig vilji hins nýja meirihluta að byggja upp frekari öldrunarþjónustu við Höfða. Einnig verður þrýst á um uppbyggingu Akraneshafnar sem fiskihafnar í samræmi við stefnumótun Faxaflóahafna. Gísli S. Einarsson verðandi bæjarstjóri á Akranesi sagði að bæjarbúar myndu fljótlega sjá hina nýju vendi meirihlutans sópa.

 

Oddvitar beggja flokkanna sögðu að meirihlutamyndunin nyti fulls stuðnings formanna beggja flokkanna en sem kunnugt er hafa urðu mikil orðaskipti á milli flokkanna í gær eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sleit meirihlutaviðræðum við Frjálslynda flokkinn í Reykjavík í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is