Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2006 03:07

Heimsmet að sami maður sé bæjarstjóraefni tveggja framboða

Sveinn Kristinsson oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness segir það vægast sagt glannalega ákvörðun hins nýja meirihluta í bæjarstjórn að hverfa frá hugmyndum um flutning á Bókasafninu. Hann segir Samfylkinguna munu veita meirihlutanum virkt aðhald á komandi kjörtímabili. Hann segir Gísla S. Einarsson nú vera búinn að vera bæjarstjóraefni tveggja framboða í sömu kosningunum og það hljóti að vera heimsmet.

 

 

Sveinn hefur setið í bæjarstjórn Akraness í 12 ár og hefur allan þann tíma setið í meirihluta þar til nú að Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir og óháðir hafa myndað meirihluta. Sveinn segist vera bardagamaður í sér en jafnframt ljúfur og mjúkur. „Ég mun því leiðbeina þessum meirihluta eins og ég leiðbeindi Sjálfstæðisflokknum þegar hann var í minnihluta. Samfylkingarfólk mun að sjálfsögðu veita meirihlutanum virkt aðhald og gæta þess að hagsmunir íbúa Akraness verði ávallt í fyrirrúmi í öllum ákvörðunum bæjarstjórnar“. Hann segist hins vegar hugsi yfir því hversu stuttan tíma hafi tekið að vinda ofan af stóryrtum yfirlýsingum meirihlutaflokkanna í garð hvors annars í kosningabaráttunni. „Það sannar að oft er harla lítið innihald í stórum orðum og þó sérstaklega í þetta sinn þegar þeim er öllum rennt niður á mettíma“.

 

Á fundi með fréttamönnum í gær tilkynntu forystumenn hins nýja meirihluta um brotthvarf frá ýmsum ákvörðunum fráfarandi meirihluta. Meðal annars að horfið yrði frá því að flytja Bókasafnið í nýtt húsnæði sem bærinn festi kaup á fyrir skömmu á Skagaverstúninu. Sveinn sagði þessa ákvörðun hins nýja meirihluta afar glannalega. „Bærinn festi þarna kaup á heppilegu húsnæði undir bókasafn og jafnframt vildum við byggja upp þjónustu við aldraða á bókasafnsreitnum. Með því að endurbæta núverandi húsnæði verður starfsemi safnsins í uppnámi í 2-3 ár og það verður engum til hagsbóta. Það er einnig afar sérkennilegt að fyrsta verk hins nýja meirihluta verði að stöðva uppbyggingu á þjónustu við aldraða. Ekki er það nú glæsileg byrjun ef skoðuð eru öll loforð þeirra í kosningabaráttunni um bættan hag aldraðra“ segir Sveinn.

 

Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar verður bæjarstjóri á Akranesi og aðspurður um þá ráðstöfun segir Sveinn hana afar sérkennilega. „Gísli S. var bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins ef flokkurinn hefði náð hreinum meirihluta. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði eftir kosningar að Gísli S. yrði ekki bæjarstjóri. Þegar meirihluti hafði verið myndaður var hann hins vegar orðinn bæjarstjóri. Það voru því Frjálslyndir sem gerðu hann að bæjarstjóra. Það er mjög sérstakt að einn og sami maðurinn skuli vera bæjarstjóraefni tveggja framboða í sömu kosningabaráttunni. Án þess að ég hafi lagst í skipulega rannsóknarvinnu þá sýnist mér þarna vera um að ræða heimsmet“ segir Sveinn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is