Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2006 04:21

IsNord - tónlistarhátíð í Borgarfirði nú um helgina

IsNord tónlistarhátíðin í Borgarfirði verður haldin í annað sinn um Hvítasunnuhelgina 2.-5. júní. Mikil vakning á sér nú stað á landinu um söguarf okkar eins og nýlegar sýningar í Aðalstræti og Borgarnesi sýna.  Í tónlistinni eigum við líka glæsilegan arf og á IsNord tónlistarhátíðinni verður að þessu sinni lögð megináhersla á tónlist sem tengist söguarfi okkar. 

 

Föstudaginn 2. júní kl. 20.30 hefst hátíðin með glæsilegum tónleikum í Reykholtskirkju. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlandsundir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og  Davíð Ólafsson bassasöngvari flytja m.a. verk eftir breska tónskáldið Gavin Bryars sem er samið við ljóðbrot úr Höfuðlausn og Sonatorreki. Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari leikur einleik með hljómsveitinni.  Þá mun Kammerkór Vesturlands flytja lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Leifs, Jón Nordal og Jón Þórarinsson.

 

Laugardaginn 3. júní kl. 15.00 verða tónleikar í Surtshelli, en sá glæsilegi og óvenjulegi  tónleikastaður er ekki mikið notaður.  Hann hæfir þó vel listamönnunum, en Bára Grímsdóttir, Diddi fiðla og Steindór Andersen kveða rímur og leika á gömul hljóðfæri við kertaljós og kyndlaflökt. Gestum er vinsamlegast bent á að koma klæddir eftir veðri og vindum og í góðum skóm

 

Mánudaginn 5. júní verða svo lokatónleikar IsNord í Borgarneskirkju kl. 16.00.  Þá munu Gunnar Guðbjörnsson tenór, Eygló Dóra Davíðsdóttir fiðluleikari og Jónína Erna Arnardóttir leika og syngja tónverk eftir áðurnefnda fjóra Jóna.

 

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni isnord.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is