Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2006 03:28

Umhverfisráðherra hikar með staðfestingu vegar um Grunnafjörð

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur ekki staðfest aðalskipulag Skilmannahrepps og er ástæðan andstaða Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar gegn lagningu vegar um Grunnafjörð. Á framboðsfundi vegna bæjarstjórnarkosninganna á Akranesi, sem haldinn var í síðustu viku, lýstu fulltrúar allra flokka yfir stuðningi við lagningu vegar um Grunnafjörð.

 

 

Að undanförnu hafa starfsmenn Landlína í Borgarnesi unnið að aðalskipulagi hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar sem sameinast um þessar mundir í nýtt sveitarfélag. Fyrir nokkru sendu þrír hreppanna, það er Skilmannahreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Innri-Akraneshreppur, til Skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytisins til staðfestingar. Þann 18. maí staðfesti umhverfisráðherra aðalskipulag Hvalfjarðarstrandarhrepps og Innri-Akranesshrepps.

 

Skipulagsstofnun hefur hins vegar lagst gegn því að ráðherra staðfesti aðalskipulag Skilmannahrepps vegna andstöðu Umhverfisstofnunar við framkvæmdina. Í bréfi sem stofnunin sendi ráðuneytinu segir m.a.: „Skipulagsstofnun telur ekki unnt að mæla með staðfestingu veglegu yfir Grunnafjörð þar sem Umhverfisstofnun leggst nú eindregið gegn þessum skipulagskosti og augljóst er að ein af forsendum framkvæmdarinnar er leyfi Umhverfisstofnunar“.

 

Eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni er Grunnafjörður friðlýstur innan Hvítaness og Súlueyrar. Í friðlýsingunni er gert ráð fyrir að hægt verði að veita undanþágur frá friðlýsingunni.  Í aðalskipulagi Skilmannahrepps er gert ráð fyrir lagningu vegar um Hvítanes og Súlueyri og þar með á jaðri friðlýsingarsvæðisins. Þeir telja afstöðu Umhverfisstofnunar nú sérstaka fyrir það að í umsögn stofnunarinnar við sömu tillögu árið 2005 var ekki gerð athugasemd við vegagerðina. Þeir benda einnig á að komi til vegagerðar á þessum stað fari slík framkvæmd í umhverfismat og þar sé rétti vettvangurinn til skoðanaskipta um framkvæmdina.

 

Vegagerð um Grunnafjörð hefur lengi verið baráttumál sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi og hafa samtök þeirra ályktað um nauðsyn framkvæmdarinnar enda styttir hún leiðina til og frá Reykjavík vestur og norður í land um 1 km og leiðina milli Akraness og Borgarness um 7 km. Málið kom til umræðu á framboðsfundi vegna bæjarstjórnarkosninganna á Akranesi. Það lýstu allir flokkar stuðningi við gerð vegar um Grunnafjörð. Samstaða virðist því um framkvæmdina í héraði.

 

Í samtali við Skessuhorn fyrir nokkrum dögum sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að veg ætti að leggja um Grunnafjörð „fáist samþykki fyrir framkvæmdinni hjá skipulagsyfirvöldum“ eins og sagði í fréttinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is