Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2006 01:31

Fjölumdæmisþing Lions hefst á Akranesi í dag

Tæplega 200 lionsfélagar; karlar og konur, eru skráðir til Fjölumdæmisþings Lionshreyfingarinnar sem hefst í dag á Akranesi. Auk þingfulltrúa eru makar þeirra og aðrir gestir sem sækja Akranes heim þessa daga, þannig að gestafjöldi verður vel á fjórða hundrað talsins í bænum af þessum sökum í blíðskaparveðrinu sem nú er brostið á á Akranesi.

 

Þingið verður haldið í Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Dagskrá þess er í stórum dráttum á þá leið að í dag, föstudag verða skólar embættismanna lionsklúbbanna næsta starfsár, svo sem formanna, ritara, gjaldkera og svæðisstjóra. Fjölumdæmi Lions skiptist í tvö umdæmi, A og B og eru þing hvors umdæmis haldin síðdegis á föstudeginum. Í kvöld verður haldið veglegt kynningarkvöld í FVA.

 

Á morgun, laugardag verður Fjölumdæmisþingið sjálft haldið og hefst það með skrúðgöngu um morguninn. Þá tekur við þingsetning og sjálft þinghaldið hefst að því loknu og stendur fram eftir degi. Lionsþinginu lýkur með hátíð sem haldin verður á laugardagskvöldið í hátíðasal FVA.

 

Lionsklúbbur Akraness og lionsklúbburinn Eðna standa sameiginlega að skipulagningu og umsjón með þinghaldi í ár á 50 ára afmælisári Lionsklúbbs Akraness og 25. starfsári Lkl. Eðnu. Hefð er fyrir því að klúbbar víðsvegar um landið sjá um þinghald til skiptis. Á Íslandi eru starfandi 96 lionsklúbbar með um það bil 2500 félagsmönnum.

 

Á Lionsþinginu verður kosinn nýr fjölumdæmisstjóri. Í framboði eru báðir umdæmisstjórar A og B umdæmanna og er Valdimar Þorvaldsson á Akranesi umdæmisstjóri á B svæði annar þeirra sem í kjöri eru en hann etur kappi við Guðmund Rafnar Valtýsson umdæmisstjóra A umdæmis um embættið.

Landsbanki Íslands er styrktaraðili þingsins á Akranesi og leggur hann til bæði fjármagn og möppur vegna þinghaldsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is