Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2006 08:18

Íbúar Flateyjar segjast hafa gleymst við kosningar

Nokkur óánægja er meðal kosningabærra íbúa Flateyjar á Breiðafirði vegna framkvæmdar sveitarstjórnarkosninganna í síðustu viku. Telja þeir yfirvöld hafa gleymt þeim og þeir hafi því ekki átt þess kost að kjósa með jafn auðveldum hætti og oftast áður.  Eyjan tilheyrir nú Reykhólahreppi þar sem voru óbundnar kosningar. Flateyjarhreppur sameinaðist sveitarfélögum í Austur-Barðastrandarsýslu árið 1987 og til varð Reykhólahreppur. Síðan hefur ekki verið sjálfstæð kjördeild í eynni. Íbúar segja að við flestar kosningar síðan hafi sýslumaður eða starfsmenn hans komið við í eynni fyrir kjördag og gefið fólki kost á að greiða atkvæði utan kjörfundar. Slíkt var hins vegar ekki í boði nú.

 

 

Halldór D. Gunnarsson formaður kjörstjórnar Reykhólahrepps segir það ekki í verkahring kjörstjórnar að sjá til þess að hægt verði að greiða atkvæði utan kjörfundar. Hann kveðst hafa heyrt af óánægju vegna málsins en hafi ekki heyrt frá íbúum í eynni vegna málsins. Að öðru leyti vísaði hann á Þórólf Halldórsson sýslumann Barðastrandarsýslu.

 

Þórólfur segir ekki fast form á því að íbúum í Flatey standi til boða að greiða atkvæði utan kjörfundar. Íbúum hafi þó staðið slíkt til boða við einhverjar kosningar og meðal annars hafi hann í það minnsta við einar kosningar komið þar við sjálfur á leið sinni yfir Breiðafjörð. Hann segist hafa sett hreppstjóra í Reykhólahreppi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú til þess að gera íbúum hreppsins kleift að greiða atkvæði utan kjörfundar. Slík skipan sé ekki skylda en hann hafi hins vegar talið það nauðsynlegt.

 

Íbúar í  Flatey sem blaðamaður Skessuhorns ræddi við sögðu nauðsynlegt að kjósendum stæði í það minnsta til boða kosningar utan kjörfundar. Töldu þeir stjórnvöld af einhverjum ástæðum áhugasamari um að eyjaskeggjar gætu greitt atkvæði í alþingiskosningum en sveitarstjórnarkosningum. Þeir sögðu jafnframt ógerlegt sökum vegalengdar að sækja kjörfund á Reykhóla. Því væri best að hafa opna kjördeild stuttan tíma í eynni við kosningar eða að sýslumaður eða starfsmaður á hans vegum kæmu við fyrir kjördag þannig að allir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar.

 

Á kjörskrá í Reykhólahreppi voru 190 þar af eru 12 á kjörskrá í eyjum á Breiðafirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is