Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2006 03:44

Unglingavinnan fer senn af stað í Borgarbyggð

Vinnuskólinn hefst þann 6. júní í Borgarbyggð. Um 50 unglingar starfa þar í sumar, þar af 10 sem munu vinna í útibúi vinnuskólans á Bifröst. Að sögn Indriða Jósafatssonar æskulýðs-og íþróttafulltrúa Borgarbyggðar eru þetta að mestu unglingar úr 8. og 9. bekk. Tíundu bekkingar munu verða við vinnu í Skallagrímsgarði, á golfvellinum, aðstoða við leikja- og íþróttanámskeið, vera við gæslu í vatnsrennibraut Íþróttamiðstöðvarinnar og starfa við fegrun bæjarins.

 

Nokkuð er um að unglingar úr 10. og jafnvel 9. bekk séu einnig komnir með vinnu á hinum almenna markaði, svo sem við afgreiðslu í verslunum eða í öðrum fyrirtækjum. Telur Indriði misjafnt hvaða metnað verslunarstjórar leggja í forvarnarmál, þar sem unglingar undir 18 ára aldri megi ekki selja allar söluvörur í verslunum samkvæmt lögum, sbr. tóbak. Skessuhorn hefur fyrir því öruggar heimildir að nokkuð sé um að grunnskólakrakkar, 15-16 ára af Akranesi hafi verið ráðin til sumarstarfa í Borgarnesi, svo sem við afgreiðslustörf, enda er atvinnuástand í þessum aldurshópi verra á Akranesi en það er í Borgarnesi um þessar mundir.

 

Aðsóknin í vinnuskólann er þokkaleg að sögn Indriða en greinilegt að atvinnuástand á svæðinu er gott og svo virðist sem allir sem áhuga hafi á að vinna geti fengið störf. Ekki hefur verið þörf á að úthluta unglinum sem komin eru yfir grunnskólaaldur vinnu. Hann segir öll ungmenni á framhaldsskólaaldri geta gengið að vinnu strax og skóla lýkur. Þar sem atvinnuástand er gott í þessum aldurshópum hefst sumarvinna svo sem við fegrun bæjarins ekki fyrr en grunnskóla lýkur.

 

Í sumarblaði íþrótta- og tómstundamála sem kemur út nú um næstu mánaðamót má finna upplýsingar um vinnuskólann og íþrótta- og æskulýðsstarf í Borgarbyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is