Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2006 01:26

Fimm leikir – fimm töp

Það blæs ekki byrlega fyrir Skagaliðinu en það tapaði enn einum leiknum sl. mánudagskvöld, nú fyrir Fylki 0-1. Skaginn hefur nú tapað fimm fyrstu leikjum mótsins og eru menn farnir að ræða um að þetta sé versta byrjun liðsins í efstu deild frá upphafi. Þrátt fyrir slæm úrslit má þó segja að augljós batamerki hafi verið á leik liðsins miðað við leikinn við Val í síðustu umferð.

 

Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir voru saman í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan árið 1995. Þeir voru ekki einu bræðurnir á vellinum því Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru einnig í byrjunarliðinu, en Þórður þurfti þó að fara af velli á 22. mínútu og er ljóst að hann gengur ekki heill til skógar. Kári Steinn Reynisson var meiddur og gat ekki tekið þátt í leiknum. Fylkismenn byrjuðu með látum og strax á 7. mínútu vildu þeir fá víti þegar Bjarki markvörður lenti í samstuði við Sævar Þór Gíslason. Ekkert var dæmt enda virtist Bjarki fyrst slá boltann í burtu, en Sævar þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið. Það dró ekki úr baráttu Fylkis, þeir vildu fá annað víti á 11. mínútu, áttu skot í slá á 18. mínútu og komust síðan yfir með marki Páls Einarssonar eftir hornspyrnu á 20. mínútu. Markið dró ekkert úr sóknarþunga Fylkis og þegar flautað var til hálfleiks máttu Skagamenn vera fegnir að vera ekki meira undir. Skagamenn virtust heillum horfnir og sást það glögglega þegar Arnar Gunnlaugsson vann boltann af harðfylgi í hægra horninu á 35. mínútu. Hann stóð einn í stappi, ekki einn einasti Skagamaður kom til hjálpar, en Arnar náði einn í hornspyrnu með góðri baráttu.

 

Það var allt annað að sjá til Skagaliðsins í síðari hálfleik. Menn komu vel stemmdir til leiks og ljóst var að fullur vilji var hjá liðinu til að rétta hlut sinn. Skaginn gerði harða hríð að marki Fylkis.  Bjarki Gunnlaugsson fékk dauðafæri og einnig Dean Martin, Igor Pecic átti gott skot sem varið var í horn og Arnar var oft aðgangsharður. Vörn Fylkis hélt hins vegar og allt sem fór framhjá henni var varið. Leikmenn Skagans voru ákveðnir, spiluðu mun betur saman, þó of mikið af sendingum hafi farið forgörðum. Það var ánægjulegt að sjá til Arnars og Bjarka en þeir fundu sig vel í síðari hálfleik. Bjarni Guðjónsson sýndi einnig góða takta og Dean Martin var sprækur á hægri kantinum. Það gerðist hins vegar of oft að varnarmenn misstu framherja Fylkis inn fyrir sig þegar sótt var hratt á þá. Bjarki varð nokkrum sinnum vel í markinu þegar Fylkismenn reyndu að vippa yfir hann.

 

Ef síðari hálfleikur er það sem koma skal á Skagaliðinu fer landið væntanlega að rísa. Það er hins vegar engan veginn ásættanlegt hvað liðið kom slakt í leikinn. Menn virtust ekki tilbúnir til að binda enda á taphrinuna. Í stað þess að koma dýrvitlausir til leiks og gefa sig allan í þetta voru menn á hælunum og létu Fylki ráða ferðinni. Nú þarf að byggja á því sem leikmenn sýndu í síðari hálfleik, styrkja vörnina og takast á við næsta verkefni, en leikið verður í Keflavík nk. fimmtudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is