Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2006 04:00

Vörubílastæði breytt í fólksbílastæði

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að fela sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að láta endurhanna svæði við Jörundarholt sem áður var ætlað stórum bílum þannig að eingöngu verði mögulegt að leggja þar fólksbílum. Þetta var ákveðið í framhaldi af óskum íbúa við götuna.

 

 

Forsaga málsins er sú að þegar hverfið var hannað á sínum tíma var gert ráð fyrir að vörubílum yrði lagt á umrædda lóð sem er skammt frá lóðunum nr. 121 og 123 við Jörundarholt. Nýverið var hins vegar útbúið sérstakt bílastæði fyrir vörubíla og frá þeim tíma hefur verið bannað að leggja vörubílum við Jörundarholt. Einhverjum slíkum hefur þó verið lagt þar áfram ef marka má bréf sem Halldór Stefánsson íbúi við götuna sendi bæjarráði. Segir hann tilefni þess bréfs vera það ónæði sem íbúar við Jörundarholt verða fyrir „á hverjum degi vegna umferðar og stöðu stórra vörubíla“ eins og segir orðrétt í bréfinu. Því til staðfestingar sendi Halldór bæjarráði myndir af slíkum tilvikum.

 

„Ég fer fram á að bæjaryfirvöld loki þessu svæði þannig að stórir bílar komist ekki inn á það. Eins og þetta hefur verið til þessa fær maður ryk yfir hús og garð og þvott á snúrum þegar þessi stóru tæki koma inn á svæðið“ segir orðrétt í bréfinu. Þá nefnir hann að olía leki af bílunum og eyðileggi fatnað barna sem í komast auk þeirrar slysahættu sem umferð þessara stóru faratækja veldur að hans sögn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is