Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2006 02:28

Meirihlutamyndun í sjálfheldu í Dalabyggð

Enginn meirihluti hefur verið myndaður í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps, sem ákveðið hefur verið að heiti Dalabyggð í framtíðinni. Í kosningunum á dögunum buðu þrír listar fram. H-listi Dalabyggðar hlaut tvo menn kjörna, N-listi nýrra tíma hlaut 3 menn kjörna og V-listi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hlaut tvo menn kjörna. Frá því að talningu lauk hafa staðið yfir óformlegar viðræður á milli framboða án árangurs.

 

 

Samkvæmt heimildum Skessuhorns eru það ekki einstök stefnumál sem standa í vegi fyrir samkomulagi listanna heldur fyrst og fremst spurningin um hver verði næsti sveitarstjóri. N-listinn bauð efsta mann listans, Gunnólf Lárusson fyrrverandi aðstoðarmann sveitarstjóra Dalabyggðar, fram sem sveitarstjóraefni og hefur staðið fast við þá kröfu að hann verði næsti sveitarstjóri. Á það hafa fulltrúar hinna listanna ekki vilja fallast og vilja auglýsa starfið laust til umsóknar.

 

Einnig flækir það málið að samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa fulltrúar V-lista ekki viljað ræða við fulltrúa H-lista um myndun meirihluta. Virðist því myndun meirihluta í sveitarfélaginu í sjálfheldu. Um næstu helgi fellur niður umboð núverandi sveitarstjórnar og ber hinni nýju þá að taka við. Ekki hefur verið boðaður sveitarstjórnarfundur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is