Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2006 02:28

Meirihlutamyndun í sjálfheldu í Dalabyggð

Enginn meirihluti hefur verið myndaður í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps, sem ákveðið hefur verið að heiti Dalabyggð í framtíðinni. Í kosningunum á dögunum buðu þrír listar fram. H-listi Dalabyggðar hlaut tvo menn kjörna, N-listi nýrra tíma hlaut 3 menn kjörna og V-listi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hlaut tvo menn kjörna. Frá því að talningu lauk hafa staðið yfir óformlegar viðræður á milli framboða án árangurs.

 

 

Samkvæmt heimildum Skessuhorns eru það ekki einstök stefnumál sem standa í vegi fyrir samkomulagi listanna heldur fyrst og fremst spurningin um hver verði næsti sveitarstjóri. N-listinn bauð efsta mann listans, Gunnólf Lárusson fyrrverandi aðstoðarmann sveitarstjóra Dalabyggðar, fram sem sveitarstjóraefni og hefur staðið fast við þá kröfu að hann verði næsti sveitarstjóri. Á það hafa fulltrúar hinna listanna ekki vilja fallast og vilja auglýsa starfið laust til umsóknar.

 

Einnig flækir það málið að samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa fulltrúar V-lista ekki viljað ræða við fulltrúa H-lista um myndun meirihluta. Virðist því myndun meirihluta í sveitarfélaginu í sjálfheldu. Um næstu helgi fellur niður umboð núverandi sveitarstjórnar og ber hinni nýju þá að taka við. Ekki hefur verið boðaður sveitarstjórnarfundur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is