Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júní. 2006 12:33

Atkvæði féllu jöfn í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn sveitarfélags

Nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps hefur verið falið að taka ákvörðun um nafn á hinu nýja sveitarfélagi í kjölfar þess að atkvæði féllu jöfn um tvö nöfn á sameiginlegum fundi fráfarandi sveitarstjórna á fundi í gærkvöldi. Verðandi forseti sveitarstjórnar telur gild rök þurfa til að hafna nafninu Borgarbyggð.

 

 

Forsaga málsins er sú að sameiningarnefnd sú er undirbjó sameiningu áðurnefndra sveitarfélaga lagði til að fráfarandi sveitarstjórnir greiddu atkvæði á sameiginlegum fundi um nafn á hið nýja sveitarfélag og samþykktu sveitarstjórnirnar það hver í sínu lagi. Jafnframt var ákveðið að samhliða sveitarstjórnarkosningum yrði skoðanakönnun meðal íbúa um nöfn er sérstök nafnanefnd tilnefndi. Þau voru Borgarbyggð, Brákarbyggð, Mýrabyggð og Sveitarfélagið Borgarfjörður. Meirihluti þeirra er tóku þátt í skoðanakönnuninni, eða 1.034 manns, greiddu Borgarbyggð atkvæði sitt en nafnið Sveitarfélagið Borgarfjörður hlaut 628 atkvæði.

 

Í gærkvöldi komu síðan saman fráfarandi sveitarstjórnir, 24 sveitarstjórnarmenn að tölu, og greiddu atkvæði. Atkvæði féllu jöfn þannig að Borgarbyggð hlaut 12 atkvæði og Sveitarfélagið Borgarfjörður hlaut 12 atkvæði. Í framhaldinu var ákveðið að fela nýkjörinni sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags að ákveða hið nýja nafn.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson verðandi forseti sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags sagði í samtali við Skessuhorn að nauðsynlegt væri að ganga frá nafnamálinu sem allra fyrst og væntanlega yrði það tekið fyrir á fyrsta fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 15. júní. Hann sagði hinn nýja meirihluta í sveitarstjórn ekki hafa fjallað um málið enda hafi hann talið að málið yrði frágengið þegar ný sveitarstjórn tæki við. Eins og áður kom fram hlaut nafnið Borgarbyggð yfirgnæfandi fylgi og sagði Björn Bjarki það ljóst í sínum huga að afar gild rök þyrfti til þess að ganga gegn svo skýrum vilja íbúa hins nýja sveitarfélags.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is