Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2006 08:52

Viðamikill málefnasamningur Sjálfstæðiflokks og Borgarlista

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Borgarlista náð samkomulagi um myndun meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði. Jafnframt var gengið frá málefnasamningi milli framboðanna sem unnið verður eftir á komandi kjörtímabili. Samningurinn er viðamikill leiðarvísir að starfinu framundan í sveitarstjórn og er hann birtur hér að neðan í heild sinni:

 

 

 

Íbúalýðræði og stjórnsýsla:

 

Stjórnsýsla sveitarfélagsins á að vera öflug og skilvirk þannig að hún þjóni íbúum og atvinnulífi eins og best verður á kosið.

Þjónustusamningar skulu gerðir við allar stofnanir sveitarfélagsins.

Sveitastjórn unga fólksins og öldungaráði verði komið á í tengslum við sveitastjórn.  Markmiðið er að þau ráð verði  umsagnaraðilar og komi með tillögur um þau málefni er þau kunna að varða.

Opnir íbúafundir, útgáfa fréttabréfa og fréttir af málefnum sveitarfélagsins verði komið í þann farveg að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnan aðgang að upplýsingum um rekstur og framgang mála í sveitarfélaginu.

 

Fjármál:

 

Málaflokkum og stofnunum skal úthlutað fjármagni til reksturs samkvæmt rammafjárveitingum.

Fjárhagsáætlun skal vera “stjórntæki” sem allir aðilar sem að rekstri sveitarfélagsins koma hafi til hliðsjónar við rekstur sinna eininga.

 

Atvinnu og markaðsmál:

 

Sveitarfélagið skal kappkosta að geta boðið upp á nægt framboð af atvinnulóðum.

Sveitarstjórn styðji við bakið á atvinnustarfsemi eins og lög kveða á um, gæta skal jafnræðis við ákvarðanatöku gagnvart fyrirtækjum.

Kynna skal sveitarfélagið sem framúrskarandi búsetukost.

Móta skal kynningarstefnu fyrir sveitarfélagið.

Stefnt er að því að háhraðanettenging standi öllum íbúum til boða í lok kjörtímabils.

 

Umferðar og öryggismál:

 

Átak verði gert í viðhaldi og uppbyggingu safn og tengivega.  Jafnframt skal stefnt að því að sveitarfélagið verði tilraunasveitarfélag í þessum málaflokki og taki yfir umsjón með úthlutun fjármagns til uppbyggingar og viðhalds þessara vega.

Lega þjóðvegar nr. 1 í gegnum Borgarnes, sem er í aðalskipulagi, verði staðfest og komið inn í vegaáætlun.  Þrýst skal á um það að framkvæmdir hefjist fyrir árið 2010.

Unnið verði markvisst að hraðalækkandi aðgerðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.

 

Umhverfismál:

 

Stefnt skal að því unnið verði eftir Staðardagskrá 21 í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins í lok kjörtímabilsins.

Sérstakt átak verði gert í hreinsun og fegrun sveitarfélagsins.

Skoða þarf framkvæmd við losun lífræns úrgangs í sveitarfélaginu og fara skal í átak til að minnka það magn sem losað er.

 

Skipulagsmál:

 

Ljúka skal gerð aðalskipulags í sveitarfélaginu öllu.

Tryggja skal nægt framboð af íbúðalóðum í sveitarfélaginu.

Vinna skal deiliskipulag fyrir Brákarey.

Átak verði gert í göngustígagerð í sveitarfélaginu.

Fara skal í átak í merkingu sögustaða og skráningu örnefna í sveitarfélaginu.

Aðgangur að kortagrunni fyrir sveitarfélagið skal tryggður.

 

Landbúnaðarmál:

 

Reglur um fjallskil skulu endurskoðaðar og samræmdar innan sveitarfélagsins.

Sveitastjórn beiti sér fyrir almennum aðgerðum til að treysta búsetu og atvinnu í dreyfbýli sveitarfélagsins, t.a.m. hvað varðar samgöngur, háhraðanet og fullnægjandi rafmagn.

 

Félagsmál:

 

Styðja og styrkja skal uppbyggingu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi með það að  markmiði að byggja hjúkrunarheimili fyrir 30 manns.

Núverandi húsakostur Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi verði endurskipulagður.

Auka skal niðurgreiðslur aldraðra og öryrkja á fasteignagjöldum.

Aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða að stofnunum sveitarfélagsins og skipulögðum útivistarsvæðum  skal vera þannig að sómi sé að.

Efla skal þjónustu við aldraðra í heimahúsum.

 

Fræðslumál:

 

Vinna skal að samræmingu á stuðnings og sérkennslu á milli skóla sveitarfélagsins þannig að gæði þjónustunnar verði sem best.

Efla þarf sjálfstæði skóla- og leikskóla til að móta starf sitt, hvort sem það er á sviði umhverfismála, íþróttastarfs, félagsstarfs eða einstakra námsgreina.

Tryggð verði dagvistun fyrir börn frá 9 mánaða aldri með því að auka niðurgreiðslur til dagforeldra.

Stefnt skal að lækkun leikskólagjalda og að þau verði sambærileg við það sem gerist í nágranna sveitarfélögunum.

Lögð skal áhersla á að hver einstaklingur í skólum sveitarfélagsins fái að njóta sín og í því ljósi skal leggja áherslu á eflingu dans-, tónlistar- og myndlistanáms. 

Styðja skal við öflugt starf og uppbyggingu Menntaskóla Borgarfjarðar sem hefur starfsemi sína haustið 2007.

Stutt skal við uppbyggingu háskólasamfélaga á Bifröst, Hvanneyri og í Reykholti.

 

 

Íþrótta og æskulýðsmál:

 

Styðja skal við æskulýðsstarf og félög sem að þeim málum koma.

Leggja skal í vinnu við endurskipulagningu og nýframkvæmdir við leiksvæði í sveitarfélaginu.

Framkvæmdir við stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi skulu hefjast á kjörtímabilinu.

 

 

 

Menningarmál:

 

Nýting félagsheimila verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að efla tómstundastarf.

Endurskoða skal starfsemi safnahúss Borgarfjarðar.

Stutt verði við einkaframtak í safna og menningarmálum.

Stutt verði við félagasamtök sem starfa á sviði menningarmála.

 

Fyrir 1. október ár hvert skal staðfesta verkefnaskrá fyrir komandi fjárhagsár.  Tilgangur slíks samkomulags er að vera einskonar vegvísir fyrir áherslumál þau sem meirihlutinn vill vinna að á komandi fjárhagsári og skal staðfest af fulltrúum meirihlutans í sveitastjórn.  Verkefnaskrá þessi skal kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is