Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2006 10:59

Borgfirðingabók er komin út

Borgfirðingabók 2006 - ársrit Sögufélags Borgarfjarðar, er komin út. Þetta er 7. árgangur ritsins og er það að þessu sinni 210 blaðsíður í meðalstóru broti og ágætlega myndskreytt. Í ritinu er fjöldi ritgerða um sagnfræðileg og bókmenntaleg efni og frásagnir af störfum ýmissa félaga og stofnana í Borgarfirði. Frásagnir í Borgfirðingabók teigja anga sína vítt um héraðið enda Borgarfjörður landstórt svæði og sagnfræðilegra fanga víða að leita frá blómlegri tíð.

 

Efni Borgfirðingabókar að þessu sinni er fjölbreytt og víða komið við. Þannig má segja að ritið hafi vaxið ágætlega og ekki laust við að lesandanum finnist útgefendum hafa töluvert vaxið ásmegin. Í ritinu rifjar t.d. Helgi Jónas Ólafsson upp minningar frá síldveiðum árið 1944, Guðmundur Gunnarsson frá Gestsstöðum ritar minningar sínar frá sama ári sem margar tengjast vegagerð um héraðið og Vífill á Ferstiklu segir frá hernámsárunum í Hvalfirði svo dæmi séu tekin. Hvítsíðungum er gerð býsna góð skil í þessu hefti. Í ritinu er m.a. að finna áður óbirt kvæði eftir Guðmund Böðvarsson skáld frá Kirkjubóli, Hvítárvísur. Þá fjallar nýlega látinn öðlingsmaður; Páll Jónsson frá Hóli, um Hvítá og samskipti sín og bernskuminningar við ána sem liðaðist um bæjarfótinn á Bjarnastöðum. Böðvar Guðmundsson skáld fjallar um Þuríði Jónsdóttur fóstru móður hans og konuna sem hafði þá rausn hjartans sem ekki er öllum gefin. Bókmenntalega mætti segja að eitt merkasta efni þessara árgangs ritsins sé ritgerð eftir Helgu Kress prófessor sem nefnis; “En eg er hér ef einhver til mín spyrði” og fjallar um borgfirskar skáldkonur í íslenskri bókmenntahefð. Þá fjallar Elísabet Haraldsdóttir um Andakílsskóla; skapandi skóla í grænni sveit og Ásdís Einarsdóttir segir frá 40 ára sögu Heiðarskóla. Fjölmargir fleiri rita minningarbrot og frásagnir ýmsar sem fróðlegt verður að teljast og mikilsvert að fært sé á prent til að forða glötun. Hér hefur einungis fátt eitt verið nefnt til sögunnar.

 

Sem Borgfirðingur hrífst ég af dugnaði þess fólks sem tekur að sér söfnun, varðveislu og útgáfu slíkra heimilda sem félagar í Sögufélagi Borgarfjarðar gera. Í erli hversdagsins finnst e.t.v. mörgum núlifandi slík heimildasöfnun lítt merk, en verðmætin og gildi slíkrar vinnu sem að baki liggur, verða seint ofmetin og eykst þegar fram líða stundir. Með slíkum ritum er forðað frá eilífri gleymsku ýmsu sem vert er að varðveita og snertir alla Borgfirðinga.

 

Formaður Sögufélags Borgarfjarðar er Snorri Þorsteinsson frá Hvassafelli. Með honum í ritnefnd Borgfirðingabókar sitja sem fyrr Snjólaug Guðmundsdóttir á Brúarlandi og Þóra Magnúsdóttir kennari á Kleppjárnsreykjum sem ættuð er frá Hallkelsstaðahlíð. Ritstjóri Borgarfirðingabókar er Finnur Torfi Hjörleifsson.

 

Líkt og áskrift að héraðsfréttablöðum ætti að vera skylda hvers heimilis sem hefur metnað til að fylgjast með nærumhverfi sínu, er ekki síður mikilvægt að íbúar styðji við bakið á útgáfu Sögufélagsins með áskrift að ritverkinu sem sýnilega er komið til að vera. Borgfirðingar geta verið stoltir af útgáfu sem þessari.

-mm

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is