Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2006 08:54

Tólf ára veiddi fyrsta laxinn úr Þverá í Borgarfirði

“Það hefur rignt mikið hérna í Borgarfirðinum síðustu daga og Þverá er eins og stórfljót yfir að líta. En fyrsti laxinn er kominn á land og hann veiddist í Múlakvörn á ljósbláa Snældu,” sagði Jón Ólafsson við Þverá seinnipartinn í dag, þegar fyrsti laxinn var kominn á land. Það var yngsti veiðimaðurinn á svæðinu sem veiddi fyrsta laxinn úr ánni á þessu sumri, 9 punda hrygnu á Snældu. Veiðimaðurinn er 12 ára. “Þetta var gaman, það tók um fimmtán mínútur að landa laxinum í Múlakvörninni,” sagði veiðimaðurinn ungi Lárus Gunnarsson í samtali við Skessuhorn.

 

Rétt eftir að hann landaði fiskinum og sagðist Lárus reyndar hafa veitt lax áður, þegar blaðamður Skessuhorns ræddi við hinn unga kappa á bökkum Þverár.

 

Lárus er sonur Gunnar Gíslasonar sem hefur veitt marga laxa í gegnum árin og faðir hans var Gísli heitinn Ólafsson, oft kenndur við Tryggingamiðstöðina.

 

Sjá fleiri og spennandi veiðisögur í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn, en þar er Veiðihorn í umsjón Gunnars Benders.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is