Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2006 09:48

Uppsagnir sex bæjarstarfsmanna valda urg

Nokkurrar óánægju gætir í Snæfellsbæ þessa dagana vegna ákvörðunar Kristins Jónassonar, bæjarstjóra um að segja upp sex starfsmönnum sveitarfélagsins sem starfa við íþróttamannvirki í Ólafsvík. Gunnar Örn Gunnarsson, oddviti J lista sem situr í minnihluta bæjarstjórnar, segir uppsagnirnar ólögmætar og gengur svo langt að kalla þær pólitískar ofsóknir. “Bæjarstjóranum ber skylda til að ræða slíkar uppsagnir við bæjarstjórn áður en gripið er til slíkra aðgerða. Þetta umrædda fólk studdi J listann í aðdraganda kosninga og mér segir svo hugur að það hafi átt þátt í uppsögnunum núna korteri eftir kosningar,” sagði Gunnar Örn í samtali við Skessuhorn.

 

Að sögn Kristins Jónassonar, bæjarstjóra eru uppsagnirnar tilkomnar vegna þess að endurskipuleggja eigi starfsemina og hann sé fyrst og fremst að undirbúa það að slíkar breytingar geti gengið eftir. “Við stefnum á að endurráða í störf samkvæmt nýju skipuriti í síðasta lagi 20. júlí nk. og geta þá þeir aðilar sem fengu uppsagnarbréf 31. maí sl. sótt um á nýjan leik, eða tímanlega áður en uppsagnarfrestur rennur út þann 1. september. Ég er fyrst og fremst að gæta hagsmuna bæjarfélagsins og gera okkur kleift að haga starfseminni þannig að hagræði verði sem mest og starfskraftar sveitarfélagsins nýtist þar sem þörf fyrir þá er mest hverju sinni,” sagði Kristinn í samtali við Skessuhorn.

 

Gert er ráð fyrir að málið verði rætt á bæjarstjórnarfundi nk. fimmtudag. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er ástæða uppsagnanna fyrst og fremst sú að viðkomandi starfsmenn vildu ekki una því að vera færðir til milli vinnustaða í Ólafsvík og á Hellissandi enda telja þeir það brot á ráðningarsamningi sem þeir starfi eftir og þýddi tilfærsla meiriháttar breytingar á umsamdri vinnutilhögun.

 

Helga Hafsteinsdóttir er formaður STS, Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu, en félagið gætir hagsmuna opinberra starfsmanna á félagssvæðinu og telur 280 félagsmenn. Helga sagðist í samtali við Skessuhorn sem minnst vilja tjá sig um málið á þessu stigi, enda viðkvæmt fyrir þá sem í hlut eiga. Sagðist hún hafa fundað með viðkomandi félagsmönnum sínum og hefur hún einnig óskað eftir fundi með bæjarstjóra Snæfellsbæjar og yfirmanni íþróttamannvirkja og gerði hún ráð fyrir að sá fundur yrði síðar í þessari viku. “Ég vonast að sjálfsögðu til að þetta mál leysist fljótt og örugglega þannig að allir getir vel við unað,” sagði Helga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is